Eldsneytisverð hækkar hjá N1

mbl.is/Hjörtur

Bensínlítrinn hjá N1 kostar nú 260,6 krónur og lítrinn af dísilolíu 265,4 krónur. Í gær kostaði lítrinn 255,6 krónur hjá N1 og hefur því hækkað um 5 krónur frá í gær þegar verðið var hækkað um 3 krónur.

Eldsneytisverð hefur ekki hækkað hjá öðrum olíufélögum frá því í gær. Lægsta verðið er nú hjá Orkunni eða 255,2 krónur fyrir bensínlítrann og 262 krónur fyrir lítrann af dísilolíu.

Hæsta verðið er hjá N1 en næsthæst hjá Skeljungi eða 257,9 krónur fyrir bensínlítrann og 262,4 krónur fyrir lítrann af dísilolíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert