Segir upp 21 starfsmanni

Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits.
Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits.

Verkfræðistofan Mannvit hefur sagt upp 21 starfsmanni og miðast uppsagnirnar við næstu mánaðarmót. Haft er eftir Eyjólfi Árna Rafnssyni, forstjóra Mannvits, á vef Ríkisútvarpsins að ástæðan sé að fjárfestingar sem fyrirtækið hafi beðið eftir hafi frestast og vísar hann þar til verkefna í tengslum við álver í Helguvík og framkvæmdir á Bakka við Húsavík.

Eyjólfur segir bæði um að ræða fastráðið og verkefnaráðið fólk. Verkefnastaðan sé hins vegar ágæt erlendis en þar sé um að ræða annars konar verkefni og því ekki alltaf hægt að flytja fólk á milli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert