Breytingar til hins verra

„Flestar breytingarnar sem gerðar hafa verið frá frumvarpinu sem var lagt fram í fyrra eru til hins verra fyrir útgerðina,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, um fiskveiðistjórnunarfrumvarpið sem Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra lagði fram í gær.

„Þetta er í grundvallaratriðum sama frumvarpið sem mun veikja íslenskan sjávarútveg og draga úr hagkvæmni hans. Það á að skerða aflaheimildir enn meira en áður. Áfram er gert ráð fyrir að þorskur verði skertur um 9,5% og meira þegar heildaraflamark nær 240.000 tonnum. Þá verða 50% tekin til viðbótar. Enn er gert ráð fyrir að taka 9,8% af steinbít, 6,9% af ýsu og 7,2% af ufsa. Við mótmælum því harðlega að þessar fjórar tegundir séu skertar meira en aðrar. Lagt er til að skerða allar aðrar tegundir um 7%. Þetta eru allt of miklar skerðingar,“ sagði Friðrik.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Friðrik, að ein af stóru breytingunum sé sú, að nú eigi að setja mun meira af aflaheimildum í hendur ríkisins sem verður mjög stór þátttakandi á kvótamarkaði í gegnum kvótaþing. Hlutverk þess verður annars vegar að vera vettvangur fyrir viðskipti með aflamark en hins vegar að selja eða leigja aflaheimildir sem ríkið tekur af útgerðunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert