Enginn með fyrsta vinning

Rúmlega þrjú þúsund Íslendingar fengu vinning í fyrsta útdrættinum í EuroJackpot sem fór fram í kvöld að því er segir á vef Íslenskrar getspár. Enginn fékk hins vegar fyrsta vinninginn að þessu sinni sem hljóðaði upp á 1.870 milljónir króna.

„Þátttaka í þessu fyrsta útdrætti var mjög góð og greinilegt að Íslendingar fagna tilkomu þessa nýja leiks. Íslensk getspá og eignaraðilar þakka öllum þessa frábæru þátttöku og vona að leikurinn eigi eftir að vera farsæll. Þegar úrslit lágu fyrir var ljóst að enginn var með allar tölurnar réttar en einn Dani var með 5 réttar tölu auk einnar stjörnutölu og hlýtur hann rúmlega 67,2 milljónir í vinning.  Tveir Þjóðverjar voru með 5 réttar tölur og hlýtur hvor um sig rúmlega 28,7 milljónir króna í vinning,“ segir ennfremur á vefnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert