Samið um Vaðlaheiðargöng

Frá undirskrift samninganna í menningarhúsinu Hofi á Akueryri í dag.
Frá undirskrift samninganna í menningarhúsinu Hofi á Akueryri í dag. mbl.is/Skapti

Skrifað var undir samninga um gerð Vaðlaheiðarganga síðdegis, í menningarhúsinu Hofi á Akureyri, þannig að loks er orðið ljóst að göngin á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals verða að veruleika. ÍAV og svissneska verktakafyrirtækið Matri áttu lægsta tilboðið og er áætlaður kostnaður nú um 11,5 milljarðar króna. Stefnt er að því að taka göngin í notkun árið 2016.

Vaðlaheiðargöng verða 7,5 kílómetra löng með vegskálum beggja vegna. Göngin munu stytta hringveginn um 16 kílómetra og áætluð umferð við opnun er um 1.400 bílar á sólarhring.

Vinna hefst strax við undirbúning framkvæmda en reiknað er með að byrjað verði að sprengja í vor Eyjafjarðarmegin en á næsta ári úr Fnjóskadal. Verklok eru áætluð árið 2016, sem fyrr segir.

Gangnamunninn Eyjafjarðarmegin verður við Halllandsnes gegnt Akureyri.
Gangnamunninn Eyjafjarðarmegin verður við Halllandsnes gegnt Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra og Kristján L. Möller við undirskriftina …
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra og Kristján L. Möller við undirskriftina í dag. Báðir eru fyrrverandi samgönguráðherrar. mbl.is/Skapti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert