„Samningaleiðin var ábyrga leiðin“

Jóhanna Sigurðurdóttir lætur af embætti sem formaður Samfylkingar á landsfundi ...
Jóhanna Sigurðurdóttir lætur af embætti sem formaður Samfylkingar á landsfundi flokksins sem hófst í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sagði á landsfundi Samfylkingarinnar að samningaleiðin í Icesave-málinu hefði verið ábyrga leiðin. „Hver hefði kostnaður samfélagsins orðið við að taka áhættuna og segja strax í upphafi, við borgum ekki?“

Jóhanna þakkaði í upphafi ræðu sinnar það traust sem flokkurinn hefði sýnt sér og þá samstöðu sem flokksmenn hefðu sýnt á erfiðum tímum. „Fyrsta meirihluta ríkisstjórn jafnaðarmanna og félagshyggjufólks fékk það meginhlutverk í vöggugjöf að leiða rústabjörgun samfélagsins, eftir að bóluhagkerfi frjálshyggjunnar hrundi. En okkur var einnig ætlað að innleiða breytingar, leggja grunn að betra samfélagi í stað þess sem hrundi, í anda norrænnar velferðar,“ sagði Jóhanna.

Heildarskuldir heimilanna svipaðar og 2007

Jóhanna sagði að tvö af hverjum þremur heimilum segðust nú dafna og líta björtum augum á framtíðina. Heildarskuldir heimilanna væru nú svipaðar og árið 2007 og íbúðaskuldir svipaðar og í upphafi eignabólunnar 2004. „Atvinnuleysi mælist hér minna en í flestum löndum, þjóðarframleiðslan vex hraðar og í fyrsta sinn frá hruni flytja nú umtalsvert fleiri til landsins en frá því. Skýrari merki um umskiptin er vart hægt að hugsa sér.“

Jóhanna sagði að ríkisstjórnin hefði náð miklum árangri og sá árangur hefði vakið athygli langt út fyrir landsteinana. „Það er reyndar athyglisvert, að í umræðunni heyrist oft, að markmið ríkisstjórnarinnar hafi verið of háleit, hún hefði færst of mikið í fang – samstarfsyfirlýsingin hafi verið of ítarleg og metnaðarfull.

Ekki dreg ég úr því að markmið okkar voru háleit og verkefnin ótrúlega mörg, en staðreyndin er hinsvegar sú, að nú, þegar líður að lokum kjörtímabilsins hafa yfir 180 af 222 verkefnum  samstarfssáttmálans náðst í höfn og flest hin eru í góðum farvegi eða komin til framkvæmda að miklu leyti.“

Færði Steingrími J. þakkir

„Við höfum sýnt og sannað að ríkisstjórnir jafnaðarmanna stýra ríkisfjármálum og efnahagsmálum af ábyrgð, geta tryggt frið á vinnumarkaði, aukið kaupmátt og byggt upp öflugt atvinnulíf og fjölbreytt í sátt við umhverfið og náttúruna.

Þó 15-20 þúsund störf hafi tapast í hruninu og verulega dregið úr kaupmætti þá hefur með víðtæku samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins hið ótrúlega tekist.

Fleiri eru nú starfandi á vinnumarkaði, kaupmáttur launa meiri og í farvatninu eru fjárfestingar og atvinnuskapandi verkefni fyrir hundruð milljarða króna.“

Jóhanna sagðist vilja taka fram að Samfylkingin hefði átt mjög gott samstarf við VG, „sem vaktina hafa staðið af einurð og festu ekki síður en við og það er full ástæða til að þakka það góða samstarf. Ekki síst það trausta samstarf sem ég hef átt við formann VG, Steingrím J. Sigfússon.“

„Enn eru um þrír mánuðir til kosninga og áður en að þeim kemur þurfum við að ná farsælli niðurstöðu í nokkrum stórum málum til viðbótar, ekki síst stjórnun fiskveiða og stjórnarskrármálinu.

Ég er líka að tala um nýtt almannatryggingakerfi og ný lög og nýja áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna og enn frekari endurskipulagningu fjármálamarkaðarins.

Við þurfum að ljúka málum tengdum skuldavanda heimilanna sem enn eru í óvissu, ekki síst vanda einstaklinga með lánsveð og þeirra sem bíða endurútreikninga ólöglegra erlendra lána.“

Dómstólaleiðin aðeins fær í lok ferilsins

Jóhanna vék að dómi EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu. „Með nýfenginni niðurstöðu í Icesave, þar sem fullnaðarsigur vannst og fjárhagslegri og efnahagslegri óvissu Íslands vegna málsins var endanlega eytt hafa efnahagslegar stoðir endurreisnarinnar verið treystar gríðarlega. Öll hljótum við að fagna þessari niðurstöðu mjög, enda gefur hún okkur enn frekari tækifæri til að sækja fram.

Þó að þessi endanlega niðurstaða sé enn betri en sú leið samninga sem upphaflega var samþykkt af Alþingi í árslok 2008 að fara, og fylgt eftir af starfandi ríkisstjórnum æ síðan, felur hún fráleitt í sér áfellisdóm yfir þeirri leið.

Höfum í huga að íslensk stjórnvöld stóðu ávallt föst á þeim sjónarmiðum, sem EFTA dómstóllinn hefur nú viðurkennt, en  dómstólaleiðin var ekki fær fyrr en í lok þessa ferils  vegna frumkvæðis ESA. Dómstólaleiðinni fylgdi einnig gríðarleg áhætta eins og raunar allir viðurkenna.

Samningaleiðin var ábyrga leiðin, leiðin sem  öll ábyrg stjórnvöld urðu að feta, rétt eins og Alþingi samþykkti strax árið 2008. Ríkisstjórnin gat ekki leyft sér að taka mikla áhættu í málinu enda um gríðarlega hagsmuni þjóðarinnar að tefla.

Það var í raun ekki boðið upp á annað.  Landið var að lokast,  lánshæfismatsfyrirtæki settu Ísland í ruslflokk, við áttum enga bandamenn í alþjóðasamfélaginu, ekki einu sinni Norðurlöndin vildu veita okkur aðstoð né AGS, ef við ætluðum bara að gefa alþjóðasamfélaginu langt nef eins og margir vildu.  

Við getum spurt okkur hvar væri endurreisnin í dag ef ríkisstjórnin hefði ekki sýnt samstarfsvilja og olnbogað sig áfram í málinu. Hver hefði kostnaður samfélagsins orðið við að taka áhættuna og segja strax í upphafi, við borgum ekki.

Ég hefði ekki viljað bera ábyrgð á þeirri vegferð og stöðu málsins, hefði niðurstaða dómstólsins orðið á annan veg og  hundruð milljarða hefðu fallið á ríkissjóð vegna málsins, en síðustu Icesave-samningarnir hefðu aðeins verið brot af þeirri fjárhæð. Þannig hefðu ábyrg stjórnvöld ekki getað hagað sér – aðeins ábyrgðarlaus stjórnarandstaða getur leyft sér slíkan munað.“

Skoraði á Hreyfinguna og Bjarta framtíð að bregðast ekki

Jóhanna sagði mikilvægt að ljúka við breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og einnig endurskoðun stjórnarskrárinnar.

„Önnur umræða um þetta mikilvæga mál er þegar hafin og þingið hefur allar forsendur til að ljúka málinu með farsælum hætti áður en kjörtímabilinu lýkur.

Til að svo megi verða þurfum við hinsvegar órofa samstöðu þeirra þingmanna sem hingað til hafa stutt málið – ekki bara innann stjórnarflokkanna, heldur einnig Hreyfingarinnar og Bjartrar framtíðar. Því verður ekki trúað að sú samstaða rofni á lokasprettinum, einmitt þegar úthaldið og pólitíska þrekið má ekki bresta.

Og hvers vegna liggur okkur á að samþykkja þær nú á þessu þingi er spurt. Svarið er einfalt, því ef svo illa færi að sjálfstæðismenn næðu hér völdum að loknum næstu kosningum þá er ekki á vísan að róa, að efnislega héldu tillögur stjórnlagaráðs í höndum þeirra, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn lýst því yfir að hann telji sig á engan hátt bundinn af þeim þjóðarvilja sem birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni.“

Smærri flokkar ná aðeins árangri í samstarfi við Samfylkinguna

Jóhanna sagði að Samfylkingin væri og yrði áfram að vera, kjölfestan á miðju stjórnmálanna. Hún væri eina von manna um raunverulegt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. „Sundraður og veikur vinstrivængurinn hefur tryggt áratuga völd Sjálfstæðisflokksins og það hefur verið hlutskipti annarra flokka að laga sig að frjálshyggjutilburðum hans til að geta átt aðild að ríkisstjórn – þar til Samfylkingin varð til. Í komandi kosningum verður tekist á um þetta og þar liggur mikið undir.  

Smærri flokkar munu aldrei breyta neinu stórvægilegu í íslensku samfélagi í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, hvað sem líður göfugum markmiðum og krafti þess góða fólks sem þar leggst á sveif.

En í samstarfi með öflugum jafnaðarmannaflokki eins og Samfylkingunni geta þessir smærri flokkar lagt ríkulega af mörkum til að breyta íslensku samfélagi til frambúðar – rétt eins og núverandi ríkisstjórnarsamstarf hefur sýnt og sannað.

Áhrif þessara flokka ræðst  í raun af styrk Samfylkingarinnar og möguleikum þess að hér geti áfram starfað ríkisstjórn á miðju stjórnmálanna og til vinstri.

Stóra stríðið í næstu kosningum verður því á milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar – af  stærð og styrk þessara flokka mun framtíð íslensks samfélags ráðast.“

Jóhanna varði ekki stórum hluta ræðu sinnar til að fjalla um Evrópumálin, en hún sagði: „Framtíð aðildarviðræna Íslands að ESB mun ráðast af stærð Samfylkingarinnar en aðild er vegvísirinn til lægri vaxta, stöðugs gjaldmiðils, aukinnar þjóðarframleiðslu og afnáms verðtryggingar.“

mbl.is

Innlent »

Sigmundur Davíð hættir í Framsókn

12:11 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknaflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt skilið við Framsóknarflokkinn og hyggst ganga til nýtt stjórnmálaafl fyrir kosningar. Hann greinir frá þessu í langri færslu á heimasíðu sinni. Meira »

Varð loksins frjáls manneskja

10:40 Líkt og margir aðrir flóttamenn sem hingað hafa komið vissi Zahra Mesbah sayed Ali ekkert um Ísland áður en hún kom hingað en neyðin rak fjölskylduna áfram. Hún segir helstu breytinguna á hennar lífi vera þá að hér öðlaðist hún sjálfstæði og réttindi. „Ég átti hvergi heima fyrr en ég kom hingað.“ Meira »

Yfir 80 milljónir hafa safnast í átakinu

10:26 Yfir 80 milljónir króna hafa safnast í átakinu Á allra vörum í samnefndum söfnunarþáttum á Rás 2 í gærdag og á RÚV í gærkvöldi, og með sölu á varasnyrtivörusettum með sama nafni síðustu daga. Ágóðinn rennur til byggingar nýs húsnæðis fyrir Kvennaathvarfið. Meira »

Ný meðferðarstöð SÁÁ er bylting

09:40 Ný meðferðarstöð SÁÁ í Vík á Kjalarnesi mun gjörbylta aðstöðu til áfengis- og vímuefnameðferðar hér á landi. Nýja aðstaðan gefur skjólstæðingum samtakanna mun meira persónulegt rými en áður hefur verið í boði. mbl.is fékk að kíkja á húsnæðið sem er óðum að verða tilbúið. Meira »

Kokkur ársins krýndur í Hörpu

08:40 Hafsteinn Ólafsson, matreiðslumaður á Sumac Grill + Drinks, hlaut í gærkvöldi hinn eftirsótta titil Kokkur ársins 2017 eftir harða baráttu, en naumt var á munum á milli efstu manna. Keppnin fór fram fyrir fullum sal í Hörpu þar sem fjöldi gesta fylgdist með kokkunum töfra fram keppnismáltíðina. Meira »

Hvasst og vætusamt veður

08:18 Spáð er stormi á miðhálendinu, en einnig við norðausturströndina um tíma í dag og við suðurströndina annað kvöld. Búast má við mikilli rigningu á Suðausturlandi og á Austfjörðum fram eftir degi, en dregur síðan úr vætunni. Meira »

Stakk af eftir umferðarslys

07:13 Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um umferðarslys í miðborginni, en um að var ræða árekstur tveggja bíla og ók ökumaður annars bílsins af vettvangi. Hann var hins vegar stöðvaður skömmu síðar, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Meira »

Handtekinn vegna heimilisofbeldis

07:18 Um klukkan hálffimm í nótt fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um heimilisofbeldi. Meintur gerandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Meira »

Heppin að vera heil á húfi

Í gær, 22:44 „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

Heil öld í starfi hjá Hrafnistu

Í gær, 22:18 Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistuheimilin heiðruðu 43 starfsmenn sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá heimilunum. Slíkar heiðranir fara fram á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga samanlagt 100 ára starfsafmæli. Meira »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

Í gær, 20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

Í gær, 20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

Í gær, 20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

Í gær, 19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

Í gær, 19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Í gær, 20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

Í gær, 19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

Í gær, 19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
SMEG Gaseldavél
Glæsileg gaseldavél með rafmagnsbakarofni til sölu. Tilboð óskast. Upplýsi...
 
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...