„Samningaleiðin var ábyrga leiðin“

Jóhanna Sigurðurdóttir lætur af embætti sem formaður Samfylkingar á landsfundi ...
Jóhanna Sigurðurdóttir lætur af embætti sem formaður Samfylkingar á landsfundi flokksins sem hófst í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sagði á landsfundi Samfylkingarinnar að samningaleiðin í Icesave-málinu hefði verið ábyrga leiðin. „Hver hefði kostnaður samfélagsins orðið við að taka áhættuna og segja strax í upphafi, við borgum ekki?“

Jóhanna þakkaði í upphafi ræðu sinnar það traust sem flokkurinn hefði sýnt sér og þá samstöðu sem flokksmenn hefðu sýnt á erfiðum tímum. „Fyrsta meirihluta ríkisstjórn jafnaðarmanna og félagshyggjufólks fékk það meginhlutverk í vöggugjöf að leiða rústabjörgun samfélagsins, eftir að bóluhagkerfi frjálshyggjunnar hrundi. En okkur var einnig ætlað að innleiða breytingar, leggja grunn að betra samfélagi í stað þess sem hrundi, í anda norrænnar velferðar,“ sagði Jóhanna.

Heildarskuldir heimilanna svipaðar og 2007

Jóhanna sagði að tvö af hverjum þremur heimilum segðust nú dafna og líta björtum augum á framtíðina. Heildarskuldir heimilanna væru nú svipaðar og árið 2007 og íbúðaskuldir svipaðar og í upphafi eignabólunnar 2004. „Atvinnuleysi mælist hér minna en í flestum löndum, þjóðarframleiðslan vex hraðar og í fyrsta sinn frá hruni flytja nú umtalsvert fleiri til landsins en frá því. Skýrari merki um umskiptin er vart hægt að hugsa sér.“

Jóhanna sagði að ríkisstjórnin hefði náð miklum árangri og sá árangur hefði vakið athygli langt út fyrir landsteinana. „Það er reyndar athyglisvert, að í umræðunni heyrist oft, að markmið ríkisstjórnarinnar hafi verið of háleit, hún hefði færst of mikið í fang – samstarfsyfirlýsingin hafi verið of ítarleg og metnaðarfull.

Ekki dreg ég úr því að markmið okkar voru háleit og verkefnin ótrúlega mörg, en staðreyndin er hinsvegar sú, að nú, þegar líður að lokum kjörtímabilsins hafa yfir 180 af 222 verkefnum  samstarfssáttmálans náðst í höfn og flest hin eru í góðum farvegi eða komin til framkvæmda að miklu leyti.“

Færði Steingrími J. þakkir

„Við höfum sýnt og sannað að ríkisstjórnir jafnaðarmanna stýra ríkisfjármálum og efnahagsmálum af ábyrgð, geta tryggt frið á vinnumarkaði, aukið kaupmátt og byggt upp öflugt atvinnulíf og fjölbreytt í sátt við umhverfið og náttúruna.

Þó 15-20 þúsund störf hafi tapast í hruninu og verulega dregið úr kaupmætti þá hefur með víðtæku samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins hið ótrúlega tekist.

Fleiri eru nú starfandi á vinnumarkaði, kaupmáttur launa meiri og í farvatninu eru fjárfestingar og atvinnuskapandi verkefni fyrir hundruð milljarða króna.“

Jóhanna sagðist vilja taka fram að Samfylkingin hefði átt mjög gott samstarf við VG, „sem vaktina hafa staðið af einurð og festu ekki síður en við og það er full ástæða til að þakka það góða samstarf. Ekki síst það trausta samstarf sem ég hef átt við formann VG, Steingrím J. Sigfússon.“

„Enn eru um þrír mánuðir til kosninga og áður en að þeim kemur þurfum við að ná farsælli niðurstöðu í nokkrum stórum málum til viðbótar, ekki síst stjórnun fiskveiða og stjórnarskrármálinu.

Ég er líka að tala um nýtt almannatryggingakerfi og ný lög og nýja áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna og enn frekari endurskipulagningu fjármálamarkaðarins.

Við þurfum að ljúka málum tengdum skuldavanda heimilanna sem enn eru í óvissu, ekki síst vanda einstaklinga með lánsveð og þeirra sem bíða endurútreikninga ólöglegra erlendra lána.“

Dómstólaleiðin aðeins fær í lok ferilsins

Jóhanna vék að dómi EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu. „Með nýfenginni niðurstöðu í Icesave, þar sem fullnaðarsigur vannst og fjárhagslegri og efnahagslegri óvissu Íslands vegna málsins var endanlega eytt hafa efnahagslegar stoðir endurreisnarinnar verið treystar gríðarlega. Öll hljótum við að fagna þessari niðurstöðu mjög, enda gefur hún okkur enn frekari tækifæri til að sækja fram.

Þó að þessi endanlega niðurstaða sé enn betri en sú leið samninga sem upphaflega var samþykkt af Alþingi í árslok 2008 að fara, og fylgt eftir af starfandi ríkisstjórnum æ síðan, felur hún fráleitt í sér áfellisdóm yfir þeirri leið.

Höfum í huga að íslensk stjórnvöld stóðu ávallt föst á þeim sjónarmiðum, sem EFTA dómstóllinn hefur nú viðurkennt, en  dómstólaleiðin var ekki fær fyrr en í lok þessa ferils  vegna frumkvæðis ESA. Dómstólaleiðinni fylgdi einnig gríðarleg áhætta eins og raunar allir viðurkenna.

Samningaleiðin var ábyrga leiðin, leiðin sem  öll ábyrg stjórnvöld urðu að feta, rétt eins og Alþingi samþykkti strax árið 2008. Ríkisstjórnin gat ekki leyft sér að taka mikla áhættu í málinu enda um gríðarlega hagsmuni þjóðarinnar að tefla.

Það var í raun ekki boðið upp á annað.  Landið var að lokast,  lánshæfismatsfyrirtæki settu Ísland í ruslflokk, við áttum enga bandamenn í alþjóðasamfélaginu, ekki einu sinni Norðurlöndin vildu veita okkur aðstoð né AGS, ef við ætluðum bara að gefa alþjóðasamfélaginu langt nef eins og margir vildu.  

Við getum spurt okkur hvar væri endurreisnin í dag ef ríkisstjórnin hefði ekki sýnt samstarfsvilja og olnbogað sig áfram í málinu. Hver hefði kostnaður samfélagsins orðið við að taka áhættuna og segja strax í upphafi, við borgum ekki.

Ég hefði ekki viljað bera ábyrgð á þeirri vegferð og stöðu málsins, hefði niðurstaða dómstólsins orðið á annan veg og  hundruð milljarða hefðu fallið á ríkissjóð vegna málsins, en síðustu Icesave-samningarnir hefðu aðeins verið brot af þeirri fjárhæð. Þannig hefðu ábyrg stjórnvöld ekki getað hagað sér – aðeins ábyrgðarlaus stjórnarandstaða getur leyft sér slíkan munað.“

Skoraði á Hreyfinguna og Bjarta framtíð að bregðast ekki

Jóhanna sagði mikilvægt að ljúka við breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og einnig endurskoðun stjórnarskrárinnar.

„Önnur umræða um þetta mikilvæga mál er þegar hafin og þingið hefur allar forsendur til að ljúka málinu með farsælum hætti áður en kjörtímabilinu lýkur.

Til að svo megi verða þurfum við hinsvegar órofa samstöðu þeirra þingmanna sem hingað til hafa stutt málið – ekki bara innann stjórnarflokkanna, heldur einnig Hreyfingarinnar og Bjartrar framtíðar. Því verður ekki trúað að sú samstaða rofni á lokasprettinum, einmitt þegar úthaldið og pólitíska þrekið má ekki bresta.

Og hvers vegna liggur okkur á að samþykkja þær nú á þessu þingi er spurt. Svarið er einfalt, því ef svo illa færi að sjálfstæðismenn næðu hér völdum að loknum næstu kosningum þá er ekki á vísan að róa, að efnislega héldu tillögur stjórnlagaráðs í höndum þeirra, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn lýst því yfir að hann telji sig á engan hátt bundinn af þeim þjóðarvilja sem birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni.“

Smærri flokkar ná aðeins árangri í samstarfi við Samfylkinguna

Jóhanna sagði að Samfylkingin væri og yrði áfram að vera, kjölfestan á miðju stjórnmálanna. Hún væri eina von manna um raunverulegt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. „Sundraður og veikur vinstrivængurinn hefur tryggt áratuga völd Sjálfstæðisflokksins og það hefur verið hlutskipti annarra flokka að laga sig að frjálshyggjutilburðum hans til að geta átt aðild að ríkisstjórn – þar til Samfylkingin varð til. Í komandi kosningum verður tekist á um þetta og þar liggur mikið undir.  

Smærri flokkar munu aldrei breyta neinu stórvægilegu í íslensku samfélagi í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, hvað sem líður göfugum markmiðum og krafti þess góða fólks sem þar leggst á sveif.

En í samstarfi með öflugum jafnaðarmannaflokki eins og Samfylkingunni geta þessir smærri flokkar lagt ríkulega af mörkum til að breyta íslensku samfélagi til frambúðar – rétt eins og núverandi ríkisstjórnarsamstarf hefur sýnt og sannað.

Áhrif þessara flokka ræðst  í raun af styrk Samfylkingarinnar og möguleikum þess að hér geti áfram starfað ríkisstjórn á miðju stjórnmálanna og til vinstri.

Stóra stríðið í næstu kosningum verður því á milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar – af  stærð og styrk þessara flokka mun framtíð íslensks samfélags ráðast.“

Jóhanna varði ekki stórum hluta ræðu sinnar til að fjalla um Evrópumálin, en hún sagði: „Framtíð aðildarviðræna Íslands að ESB mun ráðast af stærð Samfylkingarinnar en aðild er vegvísirinn til lægri vaxta, stöðugs gjaldmiðils, aukinnar þjóðarframleiðslu og afnáms verðtryggingar.“

mbl.is

Innlent »

Ökklabrotinn göngumaður á Arnarstapa

21:28 Björgunarsveitir Landsbjargar eru að aðstoða göngufólk í vanda á þremur stöðum nú í kvöld. Rétt fyrir átta var tilkynnt um ökklabrotinn göngumann á gönguleiðinni á milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi. Meira »

„Erum í raun einir á fjallinu“

21:21 „Ég ætlaði reyndar að fara 2020 en svo dó pabbi um jólin þannig að ég ákvað bara að drífa mig af stað,“ segir John Snorri Sigurjónsson í samtali við mbl.is. Svartaþoka, drunur frá snjóflóðum, snjóhengjur og sprungur í fjallinu hafa sett mark sitt á för hans á tind fjallsins K2. Meira »

Villtist á fjalli við Seyðisfjörð

21:13 Kona villtist vegna þoku í grennd við Hánefstaðafjall við Seyðisfjörð. Búið er að staðsetja konuna með GPS-tækjum og bíður hún þess að vera sótt og ferjuð niður. Meira »

Þriðji stóri skjálftinn á Reykjanesskaga

20:59 Þriðji jarðskjálftinn sem mældist í kringum fjóra að stærð varð á Reykjanesskaga um hálfníuleytið í kvöld.  Meira »

Fylgdust með tapinu á Ingólfstorgi

20:41 Töluverður hópur fólks var saman komin á Ingólfstorgi í kvöld til að fylgjast með leik Íslands og Austurríkis á EM. Blái liturinn var áberandi hjá áhorfendum sem augljóslega voru komnir til að styðja sínar konur. Meira »

Hundarnir njóta nuddsins

20:30 Þegar hundur Berglindar Guðbrandsdóttur tognaði fór hún með hann í hundanudd. Í kjölfarið ákvað hún að læra sjálf hundanudd, sem hún segir þurfa að vera gert á forsendum hundsins. Meira »

Tveir með annan vinning í Víkingalottó

19:53 Enginn var með allar tölur réttar í Vík­ingalottó­inu í kvöld, en fyrsti vinningur var tæpir 1,3 milljarðar króna. Tveir hlutu hins vegar annan vinning og fær hvor þeirra 15 milljónir króna í sinn hlut. Var annar miðinn keyptur á Íslandi en hinn í Noregi. Meira »

Slasaðist á Esjunni

20:15 Sækja þurfti konu upp á Esjuna í dag sökum þess að hún hafði meitt sig á ökkla og gat ekki haldið áfram göngu. Konan var komin upp í miðjar hlíðar fjallsins er hún slasaðist. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu notaði sexhjól til að koma konunni niður. Meira »

Hver á rétt á verðmætunum?

19:53 Margir hafa spurt sig hvar eignarréttur á verðmætum í efnahagslögsögu landsins liggur, eftir að norska rannsóknarskipið Seabed Constructor hóf rannsóknir við þýska flakið Minden fyrr á árinu. Hver á rétt á verðmætum í skipinu, sem gætu verið upp á milljarða króna? Meira »

Ekkert eftirlit með fitufrystingu

19:30 „Því er auðvitað tekið mjög alvarlega þegar fólk verður fyrir tjóni,“ segir Haraldur Briem, settur landlæknir, en eins og Sunnudagsblað Morgunblaðsins greindi frá um síðustu helgi kom eitt versta kalsártilvik vegna fitufrystingar á heimsvísu upp hér á landi á síðasta ári. Meira »

Tengslin við náttúruna eru mikilvæg

18:25 „Margir þjást af streitu og áreiti í daglegu lífi og á námskeiðinu einbeitum við okkur að græðandi áhrifum náttúrunnar.“ Þetta segir Kristín Þorleifsdóttir en hún mun, ásamt Bandaríkjamönnunum Greg og Devon Hase, halda námskeið í hugleiðslu og núvitund í Skyrgerðinni í Hveragerði. Meira »

Yfirlæknar æfir vegna starfsauglýsingar

17:45 Mikil óánægja ríkir meðal yfirlækna á rannsóknarsviði Landspítala eftir að staða yfirlæknis erfða- og sameindalæknisfræðideildar var auglýst laus til umsóknar. Það sem gerir málið sérstakt er að núverandi yfirlæknir deildarinnar hefur ekki sagt upp eða verið sagt upp. Meira »

Sólarstundir nýttar í Laugardalnum

17:02 Veðrið hefur leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins í dag þar sem hiti mældist 20 gráður líkt og víða um land. Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var að vonum fjölmenni sem nýtti sér góða veðrið til að bregða á leik. mbl.is var á staðnum og kíkti á stemninguna. Meira »

Töluverðar blæðingar í Norðurárdal

15:24 „Við erum að reyna komast að því hvað er að,“ segir Jón Helgi Helgason, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, um dularfullar tjörublæðingar í Norðurárdal í Borgarfirði. Blæðingarnar eru töluverðar. Meira »

Bíða með óþreyju eftir nýrri reglugerð

14:20 Smábátaeigendur eru nú sagðir bíða með óþreyju eftir reglugerð frá sjávarútvegsráðuneytinu um viðbótarheimildir í makríl. Greint er frá þessu á vef Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Skjálfta­hrinan stendur enn

16:45 Skjálfta­hrinan, sem hófst norðaust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga í morg­un, stendur enn. Á annað hundrað skjálfta hefur mælst síðan í morgun, þar sem flestir voru af stærðinni 1,0 og 2,0. Þá hafa mælst sjö skjálftar sem hafa verið um 3,0 að stærð eða stærri. Meira »

John Snorri kominn í síðustu búðir

14:53 John Snorri Sigurjónsson var rétt í þessu að komast upp í fjórðu búðir á fjallinu K2. Dagurinn var langur og erfiður og nú er hópurinn að taka stöðuna á því hvenær skuli haldið áfram á toppinn. Meira »

Skjálfti að stærð 4 við Fagradalsfjall

14:20 Skjálfti að stærð 4,0 með upp­tök um tvo og hálfan kílómetra aust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga varð kl. 13.55. Rétt fyrir hádegi, klukkan 11.40, mældist annar jarðskjálfti að stærð 3,9. Meira »
Borðstofuborð
Til sölu borðstofuborð. 180cm x100 með 2x 55 cm stækkunum. Verðhugmynd 50.000 ...
Hársnyrtistóll með pumpu
Góður og þægilegur hársnyrtistóll auðvelt að skipta um áklæði. Verðhugmynd 15-20...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Nudd Down Town Reykjavik, S. 6959434, Alima...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...