Vilja svör um stöðu félagsráðgjafa

46 félagsráðgjafar eru starfandi á Landspítalanum og hafa þeir verið með lausan stofnanasamning síðastliðið ár. Formaður Félagsráðgjafafélags Íslands vill fá svör um hvort kjör þeirra muni batna í samræmi við jafnlaunaátak ríkisstjórnarinnar.  

Samninganefnd Félagsráðgjafafélags Íslands hefur fundað margoft með forsvarsmönnum spítalans á þessu ári sem er liðið án þess að niðurstaða hafi fengist. María Rúnarsdóttir, formaður félagsins, segir að ekki sé boðlegt að ríkisstjórnin segi að eitthvað muni verða gert á þessu ári án þess að leggja einhver drög að því í hverju aðgerðirnar myndu felast.

Félagsráðgjafar sem lokið hafa fimm ára háskólanámi eru með 334.000 krónur í byrjunarlaun og María segir að laun Félagsráðgjafa við landspítalann séu með því lægsta sem gerist innan stéttarinnar en spítalinn er næst stærsti vinnustaður félagsráðgjafa á landinu.    

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert