„Fólk var tilbúið í ný vinnubrögð“

Árni Páll Árnason eftir að úrslit voru kynnt.
Árni Páll Árnason eftir að úrslit voru kynnt. mbl.is/Kristinn

„Ég er stoltur yfir því að flokksfélagar mínir skuli hafa treyst mér fyrir þessu verkefni með svo afgerandi hætti. Mér fannst ég finna fyrir mikilli stemningu og vilja fólks til að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Árni Páll Árnason, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, í viðtali við mbl.is stuttu eftir að hann hélt sína fyrstu ræðu sem formaður flokksins.

- Áttir þú von á svona afgerandi niðurstöðu?

„Ég vissi ekkert við hverju var að búast. Eina sem ég fann var að það var sama hvar ég kom þá hugsaði fólk alveg það sama. Það var alveg tilbúið í ný vinnubrögð og nýja leið til þess að nálgast stjórnmálin. Og var alveg dauðuppgefið á því ástandi sem stjórnmálin bjóða upp á í dag.“

- Þú nefndir ný vinnubrögð og talaðir um að stríðsreksturinn gengi ekki lengur. Fráfarandi formaður sagði í ræðu í gær að komandi kosningar snerust um stríð við Sjálfstæðisflokkinn. Þið eruð væntanlega ekki sammála í þessum efnum?

„Komandi kosningar snúast um að Samfylkingin setji fram trúverðuga sýn á þau flóknu viðfangsefni sem bíða þjóðarinnar. Þar er ég algjörlega sannfærður um að við höfum einstæða stöðu og keppni okkar í kosningunum mun felast í því að við setjum fram þessa sýn og menn sjái í samanburði milli okkar og annarra flokka muninn á stjórnmálaflokki eins og Samfylkingunni, sem hefur heildstæða sýn á vandamálin og trúverðugar lausnir á þeim, og svo hinsvegar hinum sem skýla sér bak við helgimyndir og ósögð orð. Varðstöðu um gömul kerfi, forréttindi hinna fáu og vilja engu breyta í reynd.“

„Flokkurinn sækir fylgi til allra Íslendinga“

- Sumir tala um að flokkurinn hafi færst til vinstri undir forystu fráfarandi formanns. Þú hefur oft verið kenndur meira við miðjuna eða hægra megin við hana. Heldur þú að Samfylkingin sæki meira inn að miðjunni undir þinni forystu?

„Flokkurinn sækir fylgi til allra Íslendinga. Flokkurinn ætlar sér að vera burðarflokkur. Hann á að vera burðarflokkur. Geta spannað allt frá hinu ysta vinstri og yfir miðjuna. Til þess var hann stofnaður og einungis þannig gegnir hann hlutverki sínu.“

- Þetta er væntanlega fundur þar sem upptakturinn fyrir komandi kosningabaráttu verður sleginn. Skoðanakannanir í gær ekki alveg hagfelldar - 15,8% samkvæmt nýjustu Gallup-könnun. Það er væntanlega mikið verkefni framundan?

„Já það er mikið verkefni framundan og okkur er ekki til setunnar boðið. Við verðum að sýna strax að við viljum slá nýjan takt og það skiptir miklu máli að við gerum það.“

Árni Páll fagnar sigri þegar úrslitin voru kynnt.
Árni Páll fagnar sigri þegar úrslitin voru kynnt. mbl.is/Kristinn
Árni Páll Árnason og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra eftir að nýr ...
Árni Páll Árnason og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra eftir að nýr formaður var kjörinn í dag. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Innlent »

Ökklabrotinn göngumaður á Arnarstapa

21:28 Björgunarsveitir Landsbjargar eru að aðstoða göngufólk í vanda á þremur stöðum nú í kvöld. Rétt fyrir átta var tilkynnt um ökklabrotinn göngumann á gönguleiðinni á milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi. Meira »

„Erum í raun einir á fjallinu“

21:21 „Ég ætlaði reyndar að fara 2020 en svo dó pabbi um jólin þannig að ég ákvað bara að drífa mig af stað,“ segir John Snorri Sigurjónsson í samtali við mbl.is. Svartaþoka, drunur frá snjóflóðum, snjóhengjur og sprungur í fjallinu hafa sett mark sitt á för hans á tind fjallsins K2. Meira »

Villtist á fjalli við Seyðisfjörð

21:13 Kona villtist vegna þoku í grennd við Hánefstaðafjall við Seyðisfjörð. Búið er að staðsetja konuna með GPS-tækjum og bíður hún þess að vera sótt og ferjuð niður. Meira »

Þriðji stóri skjálftinn á Reykjanesskaga

20:59 Þriðji jarðskjálftinn sem mældist í kringum fjóra að stærð varð á Reykjanesskaga um hálfníuleytið í kvöld.  Meira »

Fylgdust með tapinu á Ingólfstorgi

20:41 Töluverður hópur fólks var saman komin á Ingólfstorgi í kvöld til að fylgjast með leik Íslands og Austurríkis á EM. Blái liturinn var áberandi hjá áhorfendum sem augljóslega voru komnir til að styðja sínar konur. Meira »

Hundarnir njóta nuddsins

20:30 Þegar hundur Berglindar Guðbrandsdóttur tognaði fór hún með hann í hundanudd. Í kjölfarið ákvað hún að læra sjálf hundanudd, sem hún segir þurfa að vera gert á forsendum hundsins. Meira »

Tveir með annan vinning í Víkingalottó

19:53 Enginn var með allar tölur réttar í Vík­ingalottó­inu í kvöld, en fyrsti vinningur var tæpir 1,3 milljarðar króna. Tveir hlutu hins vegar annan vinning og fær hvor þeirra 15 milljónir króna í sinn hlut. Var annar miðinn keyptur á Íslandi en hinn í Noregi. Meira »

Slasaðist á Esjunni

20:15 Sækja þurfti konu upp á Esjuna í dag sökum þess að hún hafði meitt sig á ökkla og gat ekki haldið áfram göngu. Konan var komin upp í miðjar hlíðar fjallsins er hún slasaðist. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu notaði sexhjól til að koma konunni niður. Meira »

Hver á rétt á verðmætunum?

19:53 Margir hafa spurt sig hvar eignarréttur á verðmætum í efnahagslögsögu landsins liggur, eftir að norska rannsóknarskipið Seabed Constructor hóf rannsóknir við þýska flakið Minden fyrr á árinu. Hver á rétt á verðmætum í skipinu, sem gætu verið upp á milljarða króna? Meira »

Ekkert eftirlit með fitufrystingu

19:30 „Því er auðvitað tekið mjög alvarlega þegar fólk verður fyrir tjóni,“ segir Haraldur Briem, settur landlæknir, en eins og Sunnudagsblað Morgunblaðsins greindi frá um síðustu helgi kom eitt versta kalsártilvik vegna fitufrystingar á heimsvísu upp hér á landi á síðasta ári. Meira »

Tengslin við náttúruna eru mikilvæg

18:25 „Margir þjást af streitu og áreiti í daglegu lífi og á námskeiðinu einbeitum við okkur að græðandi áhrifum náttúrunnar.“ Þetta segir Kristín Þorleifsdóttir en hún mun, ásamt Bandaríkjamönnunum Greg og Devon Hase, halda námskeið í hugleiðslu og núvitund í Skyrgerðinni í Hveragerði. Meira »

Yfirlæknar æfir vegna starfsauglýsingar

17:45 Mikil óánægja ríkir meðal yfirlækna á rannsóknarsviði Landspítala eftir að staða yfirlæknis erfða- og sameindalæknisfræðideildar var auglýst laus til umsóknar. Það sem gerir málið sérstakt er að núverandi yfirlæknir deildarinnar hefur ekki sagt upp eða verið sagt upp. Meira »

Sólarstundir nýttar í Laugardalnum

17:02 Veðrið hefur leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins í dag þar sem hiti mældist 20 gráður líkt og víða um land. Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var að vonum fjölmenni sem nýtti sér góða veðrið til að bregða á leik. mbl.is var á staðnum og kíkti á stemninguna. Meira »

Töluverðar blæðingar í Norðurárdal

15:24 „Við erum að reyna komast að því hvað er að,“ segir Jón Helgi Helgason, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, um dularfullar tjörublæðingar í Norðurárdal í Borgarfirði. Blæðingarnar eru töluverðar. Meira »

Bíða með óþreyju eftir nýrri reglugerð

14:20 Smábátaeigendur eru nú sagðir bíða með óþreyju eftir reglugerð frá sjávarútvegsráðuneytinu um viðbótarheimildir í makríl. Greint er frá þessu á vef Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Skjálfta­hrinan stendur enn

16:45 Skjálfta­hrinan, sem hófst norðaust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga í morg­un, stendur enn. Á annað hundrað skjálfta hefur mælst síðan í morgun, þar sem flestir voru af stærðinni 1,0 og 2,0. Þá hafa mælst sjö skjálftar sem hafa verið um 3,0 að stærð eða stærri. Meira »

John Snorri kominn í síðustu búðir

14:53 John Snorri Sigurjónsson var rétt í þessu að komast upp í fjórðu búðir á fjallinu K2. Dagurinn var langur og erfiður og nú er hópurinn að taka stöðuna á því hvenær skuli haldið áfram á toppinn. Meira »

Skjálfti að stærð 4 við Fagradalsfjall

14:20 Skjálfti að stærð 4,0 með upp­tök um tvo og hálfan kílómetra aust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga varð kl. 13.55. Rétt fyrir hádegi, klukkan 11.40, mældist annar jarðskjálfti að stærð 3,9. Meira »
Malbiksviðgerðir - bílastæðamálun - vélsópun
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
 
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...