„Fólk var tilbúið í ný vinnubrögð“

Árni Páll Árnason eftir að úrslit voru kynnt.
Árni Páll Árnason eftir að úrslit voru kynnt. mbl.is/Kristinn

„Ég er stoltur yfir því að flokksfélagar mínir skuli hafa treyst mér fyrir þessu verkefni með svo afgerandi hætti. Mér fannst ég finna fyrir mikilli stemningu og vilja fólks til að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Árni Páll Árnason, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, í viðtali við mbl.is stuttu eftir að hann hélt sína fyrstu ræðu sem formaður flokksins.

- Áttir þú von á svona afgerandi niðurstöðu?

„Ég vissi ekkert við hverju var að búast. Eina sem ég fann var að það var sama hvar ég kom þá hugsaði fólk alveg það sama. Það var alveg tilbúið í ný vinnubrögð og nýja leið til þess að nálgast stjórnmálin. Og var alveg dauðuppgefið á því ástandi sem stjórnmálin bjóða upp á í dag.“

- Þú nefndir ný vinnubrögð og talaðir um að stríðsreksturinn gengi ekki lengur. Fráfarandi formaður sagði í ræðu í gær að komandi kosningar snerust um stríð við Sjálfstæðisflokkinn. Þið eruð væntanlega ekki sammála í þessum efnum?

„Komandi kosningar snúast um að Samfylkingin setji fram trúverðuga sýn á þau flóknu viðfangsefni sem bíða þjóðarinnar. Þar er ég algjörlega sannfærður um að við höfum einstæða stöðu og keppni okkar í kosningunum mun felast í því að við setjum fram þessa sýn og menn sjái í samanburði milli okkar og annarra flokka muninn á stjórnmálaflokki eins og Samfylkingunni, sem hefur heildstæða sýn á vandamálin og trúverðugar lausnir á þeim, og svo hinsvegar hinum sem skýla sér bak við helgimyndir og ósögð orð. Varðstöðu um gömul kerfi, forréttindi hinna fáu og vilja engu breyta í reynd.“

„Flokkurinn sækir fylgi til allra Íslendinga“

- Sumir tala um að flokkurinn hafi færst til vinstri undir forystu fráfarandi formanns. Þú hefur oft verið kenndur meira við miðjuna eða hægra megin við hana. Heldur þú að Samfylkingin sæki meira inn að miðjunni undir þinni forystu?

„Flokkurinn sækir fylgi til allra Íslendinga. Flokkurinn ætlar sér að vera burðarflokkur. Hann á að vera burðarflokkur. Geta spannað allt frá hinu ysta vinstri og yfir miðjuna. Til þess var hann stofnaður og einungis þannig gegnir hann hlutverki sínu.“

- Þetta er væntanlega fundur þar sem upptakturinn fyrir komandi kosningabaráttu verður sleginn. Skoðanakannanir í gær ekki alveg hagfelldar - 15,8% samkvæmt nýjustu Gallup-könnun. Það er væntanlega mikið verkefni framundan?

„Já það er mikið verkefni framundan og okkur er ekki til setunnar boðið. Við verðum að sýna strax að við viljum slá nýjan takt og það skiptir miklu máli að við gerum það.“

Árni Páll fagnar sigri þegar úrslitin voru kynnt.
Árni Páll fagnar sigri þegar úrslitin voru kynnt. mbl.is/Kristinn
Árni Páll Árnason og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra eftir að nýr ...
Árni Páll Árnason og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra eftir að nýr formaður var kjörinn í dag. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Innlent »

Þakklátur fyrir stuðninginn

11:44 „Ég er afar þakklátur fyrir stuðningsyfirlýsingar sem streyma inn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, á Facebook-síðu sinni en ýmsir trúnaðarmenn flokksins hafa gengið úr honum og lýst yfir stuðningi við nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar. Meira »

Krefjast frestunar réttaráhrifa

11:35 „Það getur verið að málið leysist á næstu dögum ef frumvarpið fer í gegnum Alþingi,“ segir Magnús Norðdahl lögmaður fimm manna fjöl­skyldu frá Gana. Samkomulag náðist í gær um lok þingstarfa og á dagskrá þingsins verða nokkur frumvörp m.a. frumvarp um breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um. Meira »

Búist við mikilli rigningu á Suðausturlandi

11:35 Útlit er fyrir að það verði mjög vætusamt á Suðausturlandi og Austfjörðum út vikuna með tilheyrandi vatnavöxtum.   Meira »

Réttindalaus með hnúajárn og amfetamín

11:08 Ökumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöld vegna gruns um fíkniefnaakstur, reyndist hafa í fórum sínum hnúajárn og poka sem innihélt meint amfetamín. Auk þess hafði hann aldrei öðlast ökuréttindi. Meira »

Framkvæmdum lauk á undan áætlun

10:13 Framkvæmdum á Kringlumýrarbraut lauk fjórum dögum á undan áætlun. Umferð um Kringlumýrarbraut er að mestu leyti orðin eðlileg en lítils háttar þrengingar eru á veginum þar sem unnið er að því að steypa upp vegkanta. Veitur lögðu vatnslagnir í jörðu sem leiða vatn í Vesturbæinn. Meira »

Forval hjá VG í Suðvesturkjördæmi

10:10 Forvali verður beitt hjá Vinstri hreyfingunni – grænu framboði í Suðvesturkjördæmi við val á framboðslista. Þetta var ákveðið á fundi flokksins sem fram fór í Hafnarfirði í gærkvöldi. Meira »

Föst skot á milli forystumanna

09:49 Forystumenn stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi skutu föstum skotum á hvorn annan í gærkvöldi í kjölfar langra fundahalda um það með hvaða hætti staðið yrði að þinglokum. Beindust skotin einkum að Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Strætó greiði 100 milljónir í skaðabætur

10:03 Hæstiréttur dæmdi á fimmtudaginn í síðustu viku fyrirtækið Strætó bs til að greiða Allrahanda ehf. 100 milljónir króna í skaðabætur, ásamt vöxtum, vegna ólögmæts útboðs af hálfu Strætó árið 2010. Meira »

Þarf ekki að afhenda „óleyfishana“

09:05 Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um húsleit á heimili í Mosfellsbæ og að íbúa yrði gert að afhenda óskráðar hænur og tvo „óleyfishana“ sem hann héldi þar, væri hafnað. Meira »

Stytting bitnar á tungumálakennslu

08:18 Vigdís Finnbogadóttir segir ástæðu til að hafa áhyggjur af áhrifum styttingar náms til stúdentsprófs á tungumálakennslu. Ljóst sé að það hafi þegar haft áhrif. „Stytting framhaldsskólanna hefur bitnað á tungumálakennslunni og ég er hrædd um að við eigum eftir að gjalda fyrir það, því miður. Meira »

Framboðsfrestur rennur út 13.10.

07:37 Það verður kannski ekki fullljóst fyrr en tíu dögum fyrir kosningadag hvaða listar verða í framboði í alþingiskosningunum 2017. Meira »

Hætta á skriðuföllum

06:39 Útlit er fyrir að suðaustlægar áttir verði ríkjandi fram yfir helgi með rigninu af og til um allt land en varla heill þurr dagur suðaustan til á landinu. Því má búast við vatnavöxtum á því svæði sem eykur einnig líkur á skriðuföllum. Meira »

Rólegt á lögregluvaktinni

05:45 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið um eitt í nótt vegna gruns um að ökumaður væri að aka undir áhrifum fíkniefna/lyfja. Meira »

Andlát: Örn Ingi Gíslason

05:30 Örn Ingi Gíslason fjöllistamaður lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 23. september, 72 að aldri. Hann fæddist á Akureyri 2. júní 1945 og bjó þar alla tíð. Móðir Arnar Inga var Guðbjörg Sigurðardóttir húsmóðir og kjörfaðir Gísli Einarsson sjómaður. Meira »

Áherslur SI hinar sömu og meistara

05:30 „Þvert á það sem fram kemur í frétt Morgunblaðsins hafa Samtök iðnaðarins staðið vörð um fagmennsku og gætt hagsmuna iðnmeistara með því að gera yfirvöldum grein fyrir þeim sem bjóða fram þjónustu án tilskilinna réttinda.“ Meira »

Andlát: Einar Friðrik Kristinsson

05:30 Einar Friðrik Kristinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, er látinn, 76 ára að aldri. Einar lést á líknardeild Landspítalans sl. fimmtudag, 21. september. Hann fæddist 21. ágúst 1941 í Vestmannaeyjum. Meira »

Samkeppnin fer harðnandi í fluginu

05:30 Sveinn Þórarinsson, greinandi í hlutabréfum hjá Landsbankanum, segir það munu auka þrýstinginn á verð farmiða yfir Norður-Atlantshafið að dótturfélag flugfélagsins Norwegian hafi fengið flugleyfi til Bandaríkjanna. Meira »

Einar ráðinn þjóðgarðsvörður

05:30 Þingvallanefnd hefur samþykkt að ráða Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúa þjóðgarðsins, til eins árs í stöðu þjóðgarðsvarðar, frá og með 1. október nk. Meira »
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Kojur til sölu
Kojur til sölu, henta fyrir vel fyrir hostel eða samskonar rekstur. Neðra rúmið...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...