„Fólk var tilbúið í ný vinnubrögð“

Árni Páll Árnason eftir að úrslit voru kynnt.
Árni Páll Árnason eftir að úrslit voru kynnt. mbl.is/Kristinn

„Ég er stoltur yfir því að flokksfélagar mínir skuli hafa treyst mér fyrir þessu verkefni með svo afgerandi hætti. Mér fannst ég finna fyrir mikilli stemningu og vilja fólks til að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Árni Páll Árnason, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, í viðtali við mbl.is stuttu eftir að hann hélt sína fyrstu ræðu sem formaður flokksins.

- Áttir þú von á svona afgerandi niðurstöðu?

„Ég vissi ekkert við hverju var að búast. Eina sem ég fann var að það var sama hvar ég kom þá hugsaði fólk alveg það sama. Það var alveg tilbúið í ný vinnubrögð og nýja leið til þess að nálgast stjórnmálin. Og var alveg dauðuppgefið á því ástandi sem stjórnmálin bjóða upp á í dag.“

- Þú nefndir ný vinnubrögð og talaðir um að stríðsreksturinn gengi ekki lengur. Fráfarandi formaður sagði í ræðu í gær að komandi kosningar snerust um stríð við Sjálfstæðisflokkinn. Þið eruð væntanlega ekki sammála í þessum efnum?

„Komandi kosningar snúast um að Samfylkingin setji fram trúverðuga sýn á þau flóknu viðfangsefni sem bíða þjóðarinnar. Þar er ég algjörlega sannfærður um að við höfum einstæða stöðu og keppni okkar í kosningunum mun felast í því að við setjum fram þessa sýn og menn sjái í samanburði milli okkar og annarra flokka muninn á stjórnmálaflokki eins og Samfylkingunni, sem hefur heildstæða sýn á vandamálin og trúverðugar lausnir á þeim, og svo hinsvegar hinum sem skýla sér bak við helgimyndir og ósögð orð. Varðstöðu um gömul kerfi, forréttindi hinna fáu og vilja engu breyta í reynd.“

„Flokkurinn sækir fylgi til allra Íslendinga“

- Sumir tala um að flokkurinn hafi færst til vinstri undir forystu fráfarandi formanns. Þú hefur oft verið kenndur meira við miðjuna eða hægra megin við hana. Heldur þú að Samfylkingin sæki meira inn að miðjunni undir þinni forystu?

„Flokkurinn sækir fylgi til allra Íslendinga. Flokkurinn ætlar sér að vera burðarflokkur. Hann á að vera burðarflokkur. Geta spannað allt frá hinu ysta vinstri og yfir miðjuna. Til þess var hann stofnaður og einungis þannig gegnir hann hlutverki sínu.“

- Þetta er væntanlega fundur þar sem upptakturinn fyrir komandi kosningabaráttu verður sleginn. Skoðanakannanir í gær ekki alveg hagfelldar - 15,8% samkvæmt nýjustu Gallup-könnun. Það er væntanlega mikið verkefni framundan?

„Já það er mikið verkefni framundan og okkur er ekki til setunnar boðið. Við verðum að sýna strax að við viljum slá nýjan takt og það skiptir miklu máli að við gerum það.“

Árni Páll fagnar sigri þegar úrslitin voru kynnt.
Árni Páll fagnar sigri þegar úrslitin voru kynnt. mbl.is/Kristinn
Árni Páll Árnason og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra eftir að nýr ...
Árni Páll Árnason og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra eftir að nýr formaður var kjörinn í dag. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Innlent »

Snjónum kyngir niður á Hólum

16:17 Snjóþungt er á Hólum í Hjaltadal en allt skólahald þar var fellt niður í dag vegna veðurs, eins og víðar í nágrenninu. Éljagangur og mikill vindur er nú í Skagafirði og ýmsir vegir illfærir. Meira »

„Voru þetta mistök hjá höfundum“

16:07 „Voru þetta mistök hjá höfundum þessa frumvarps eða eru þar embættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám?“ spyr Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Meira »

Þingið álykti um landsdómsmálið

15:46 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á komandi þingi þess efnis að rangt hafi verið að ákæra Geir H. Haarde. Þetta upplýsir hann í pistli á heimasíðu sinni. Meira »

Sýknaður í 80 milljóna kr. fjárdráttarmáli

15:45 Hæstiréttur hefur sýknað mann sem var dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fjárdrátt, en hann var sakaður um að hafa dregið að sér 79 milljónir króna úr einkahlutafélagi sem hann átti helmingshlut í. Meira »

Ræningjunum sleppt úr haldi

15:39 Þremenningunum, sem réðust á mann á sjötugsaldri á heimili hans í vesturhluta Kópavogs á þriðjudagskvöld, var sleppt úr haldi lögreglu í gærkvöldi eftir yfirheyrslur. Lögregla mun ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum, sem höfðu fartölvu og yfirhafnir með sér úr húsi mannsins. Meira »

Flokkarnir nálgast lendingu

15:38 „Við teljum að við séum að nálgast það að við getum lent þessu máli,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, í samtali við mbl.is. Formenn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sitja nú á fundi í ráðherrabústaðnum þar sem stjórnarmyndunarviðræður flokkanna halda áfram. Meira »

Myndaði nakta konu í sturtu

15:14 Héraðsdómur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa á síðasta ári tekið myndband af konu án hennar vitneskju þegar hún var nakin í sturtu. Þá fór hann inn í kvennaklefa í þeim tilgangi að taka myndband af annarri konu þegar hún var einnig nakin í sturtu. Meira »

„Var hugsað sem pólitísk aðför“

15:33 „Þrátt fyrir að dómstólinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að lögin um landsdóm standist Mannréttindasáttmálann breytir það ekki þeirri niðurstöðu sem ég held að flestir séu sammála um að atkvæðagreiðslan á Alþingi var pólitísk.“ Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Samþykktu tillögu um Landssímareit

14:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag deiliskipulagstillögu Landssímareitsins svokallaða við Austurvöll. Þar með er heimild til að reisa 160 herbergja hótel á reitnum fest frekar í sessi. Meira »

Þrír slösuðust á Holtavörðuheiði

14:51 Þrír slösuðust í árekstrinum sem varð á Holtavörðuheiði fyrr í dag og verða þeir fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi eða á heilsugæslustöðina í Borgarnesi. Meira »

Starfshópur um seinkun klukku

14:47 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi til samræmis við gang sólar. Meira »

Vegum lokað um allt land

14:35 Búið er að opna vegi á Suðausturlandi en hætta er á að loka þurfi einhverjum hluta af Þjóðvegi 1 aftur. Hvasst er á svæðinu en vindhraði mælist til að mynda 22 m/s á Höfn og 26 m/s á Hvalnesi. Meira »

„Má segja að ríkið sleppi með þetta“

14:06 „Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Það má segja að ástæðan sé sú að umfang málsins fyrir Mannréttindadómstólnum er miklu minna en lagt var upp með í kærunni.“ Þetta segir Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, í samtali við mbl.is. Meira »

Skóla og sundlaug lokað vegna veðurs

12:58 Skólahald hefur verið fellt niður í dag í Varmahlíðarskóla, skólunum á Sauðárkróki og í Grunnskólanum austan Vatna vegna veðurs og þá verður sundlauginni í Varmahlíð lokað kl. 14. Meira »

Geir segist virða niðurstöðuna

12:30 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segist virða niðurstöðu Mannréttindadómstólsins, sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki gerst brotlegt við ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu með dómi Landsdóms í apríl 2012 gegn Geir. Meira »

8 bíla árekstur á Holtavörðuheiði

13:39 Fjöldaárekstur varð á Holtavörðuheiði nú um eittleytið þegar að minnsta kosti 8 ökutæki rákust saman. Búið er að loka heiðinni vegna óhappsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

Sáu blágrænt ljós þjóta yfir himininn

12:50 Íbúar á Breiðdalsvík sáu blágrænt ljós á himni á mikilli ferð yfir bænum á þriðjudag. Hrafnkell Hannesson var einn þeirra íbúa sem varð var við ljósaganginn. Hann var staddur í Kaupfélaginu þegar ljósið fór yfir. „Þaðan sem við sátum virtist ljósið vera mjög nálægt,“ segir hann. Meira »

Búið að opna yfir Skeiðarársand

12:08 Búið er að opna veginn um Skeiðarársand, en enn er þó óveður á svæðinu. Fyrr í morgun var opnað fyrir um­ferð und­ir Eyja­fjöll­um og eins frá Freys­nesi að Höfn. Hætta er þó á að það loki aftur undir Eyjafjöllum í dag og eins eru líkur á að Holtavörðuheiði lokist um miðjan dag Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...