„Stóra stríðið“

Landsfundur Samfylkingarinnar er haldinn undir yfirskriftinni „Á réttri leið“.
Landsfundur Samfylkingarinnar er haldinn undir yfirskriftinni „Á réttri leið“. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Jóhönnu Sigurðardóttur, fráfarandi formanni Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, varð tíðrætt um Sjálfstæðisflokkinn í setningarræðu á landsfundi flokksins í gær.

Sagði hún að „stóra stríðið“ í kosningunum sem framundan eru yrði milli hans og Samfylkingar, að því er fram kemur í umfjöllun um landsfundinn í Morgunblaðinu í dag.

Jóhanna sagði framtíð aðildarviðræðnanna að ESB myndu ráðast af stærð Samfylkingarinnar. Lagði hún áherslu á að ljúka við nýja stjórnarskrá, breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og tiltók fjölda annarra mála sem ljúka þyrfti á þessu kjörtímabili, meðal annars nýtt almannatryggingakerfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert