Banna vöru sem svipar til munntóbaks

Umbúðir vörunnar þykja svipa til munntóbaks.
Umbúðir vörunnar þykja svipa til munntóbaks. Ljósmynd/DFS.is

Við höfum áhyggjur af neyslu vörunnar hjá grunnskólanemendum þar sem á baukunum stendur að varan sé ekki æskileg fólki undir 16 ára aldri en nú þegar hefur þessi umrædda vara sést í grunnskólum Árborgar.“

Þetta segir meðal annars í yfirlýsingu sem Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi Sveitarfélagsins Árborgar, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri, Gunnar Eysteinn Sigurgeirsson, forvarnar- og tómstundafulltrúi, og allir starfsmenn sveitarfélagsins hafa sent til foreldra grunnskólabarna innan þess.

Er þar vísað til nýrrar neysluvöru sem heitir KICKUP - ENERGY EFFECT og er framleidd í litlum dollum sem innihalda litla poka sem svipar til umbúða utan um munntóbak eins og segir í yfirlýsingunni. Þá fáist varan í ýmsum bragðtegundum og er seld í matvöruverslunum og á bensínstöðvum eins og um sælgæti sé að ræða.

„Þó því sé haldið fram að ekkert tóbak sé í vörunni þá eru undirritaðir hræddir um að hún auki líkur á því að börnin prófi næst venjulegt munntóbak þar sem neysla þessarar vöru er með sama sniði og venjulegt munntóbak,“ segir ennfremur. Erfitt sé fyrir vikið fyrir starfsmenn grunnskóla, félagsmiðstöðva og íþróttamannvirkja að átta sig á því hvort nemendur séu með tóbak eða ekki. Fyrir vikið hafi varan verið bönnuð slíkum stofnunum í Sveitarfélaginu Árborg.

Frétt Dfs.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert