Allir deildarlæknarnir hafa sagt upp störfum

Á skurðdeild á Landspítalanum.
Á skurðdeild á Landspítalanum. mbl.is/ÞÖK

Á síðustu þremur mánuðum hafa allir deildarlæknar á bæklunarskurðdeild Landspítalans sagt störfum sínum lausum. Síðustu uppsagnirnar taka gildi um næstu mánaðamót og verða þá eftir á deildinni einn aðstoðarlæknir og læknanemi á sjötta ári.

„Við höfum verið fimm í föstu starfi undanfarið en tveir eru farnir utan í áframhaldandi sérnám, einn er að skipta um starfsvettvang og fara yfir á aðra deild og við tveir sem sitjum eftir höfum sagt upp,“ segir Hjörtur Brynjólfsson umsjónardeildarlæknir.

Hann segir að engar ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að manna stöður þeirra sem sögðu upp og því hafi skipulag á vormánuðum aðeins gert ráð fyrir tveimur deildarlæknum á deildinni. „Það er engan veginn ásættanlegt að það deilist niður á tvo það sem ætti að deilast niður á sex. Þetta er sami fjöldi verkefna sem þarf að sinna,“ segir Hjörtur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert