Karíus og Baktus koma til Íslands

Helga Magnadóttir ásamt Gry Ek Gunnarsson sem afhenti verðlaunin í …
Helga Magnadóttir ásamt Gry Ek Gunnarsson sem afhenti verðlaunin í Þjóðarbókhlöðunni.

Helga Magnadótttir, nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík, sigraði í ritgerðarkeppni Farestveit-sjóðsins sem haldin var fyrir nemendur í norsku í framhaldsskólum og fær í verðlaun ferð til Noregs.

Ritgerð Helgu heitir Karius og Baktus havner på Island en í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu Thorbjørns Egner var þema keppninnar En Egner-figur kommer til Island.

„Hin skemmtilega saga Helgu endar á því að bræðurnir koma til Dimmuborga þar sem þeir hitta íslensku jólasveinana,“ segir í tilkynningu frá norska sendiráðinu í Reykjavík.

Þá segir að Helga hyggist nýta Noregsferðina til að heimsækja kunningja í Þrándheimi þar sem hún átti heima í 12 ár.

Farestveit-sjóðurinn var stofnaður árið 1991 og hefur það að markmiði að styrkja norskukennslu í íslenskum grunn- og framhaldsskólum, meðal annars með keppni af þessu tagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert