Lýðræðishalli ESB

Tómas Ingi Olrich
Tómas Ingi Olrich

„Er það í anda lýðræðisins að sækja um aðild að Evrópusambandinu, án þess að ganga úr skugga um að þjóðin styðji þá umsókn?“ spyr Tómas Ingi Olrich, fv. alþm., í grein í Morgunblaðinu í dag.

Er það ásættanlegt frá sjónarmiði lýðræðisins, ef annar þeirra stjórnmálaflokka, sem standa að umsókn Íslands, er yfirlýstur andstæðingur aðildar? Í grein sinni segir Tómas Ingi m.a.: „Ef svarið við þessum tveimur spurningum er já er ríkisstjórn Íslands á réttri braut í viðræðum sínum við ESB. Ef svarið er nei er þjóðin komin út af braut lýðræðisins undir forystu ríkisstjórnarinnar og þeirra sem umsóknarferlið styðja. Ákvörðunin um aðildarumsókn er eitt stærsta skref, sem tekið hefur verið í íslenskum stjórnmálum frá stofnun lýðveldisins 1944. Óraunhæft er að reikna með því að þessi blekkingarleikur hafi engin eftirmál. Hann mun hafa það gagnvart Evrópusambandinu, en ekki síst gagnvart íslensku þjóðinni.“

Lokaorð þingmannsins fyrrverandi: „Mjög sterk tengsl eru milli þess sem er að gerast í þjóðríkjunum, sem standa að ESB, og þróunar lýðræðishalla sambandsins sjálfs. Það er sama aflið, sem veikir lýðræðið hjá aðildarþjóðum ESB annars vegar og eflir hins vegar valdamiðstöð án lýðræðislegs umboðs í stjórnstöðvum Evrópusambandsins.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert