Gillz stefnir þremur

Egill Einarsson.
Egill Einarsson. Morgunblaðið/Kristinn

Beðið er eftir greinargerðum í þremur málum þar sem einstaklingum er stefnt fyrir meiðyrði í garð Egils Einarssonar, Gillz. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Egils býst við að þær berist á næstu dögum eða vikum. Hann segir líklegt að málin verði líklega tekin fyrir í mars. Upphaflega var um að ræða fjögur mál, en fallið hefur verið frá málsókn í einu þeirra.

Þá standa eftir þrjú mál sem stefnt hefur verið.

Eitt þeirra verður tekið fyrir við héraðsdóm Austurlands, en hin tvö fyrir héraðsdómi Reykjavíkur. Öll tengjast málin ummælum sem voru látin falla í tengslum við viðtal tímaritsins Monitor við Egil. Í einu tilvikinu er um að ræða myndbirtingu af Agli þar sem hann er kallaður nauðgari. 

„Síðan er ómögulegt að segja til um hvenær dómur fellur, en það gæti orðið í haust,“ segir Vilhjálmur.

Áður hafði komið fram að Egill hygði á málsókn gegn fjórum einstaklingum, en horfið hefur verið frá einni málsókninni. „Þar náðist sátt, viðkomandi dró ummæli sín til baka með einlægum hætti,“ segir Vilhjálmur.

Farið verður fram á miskabætur frá þeim stefndu og féð látið renna til góðgerðarmála, vinnist málið.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson .
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson . mbl.is/Sigurgeir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert