Kærðir fyrir þjófnað á vatni

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Þrjár kærur hafa borist lögreglu á Selfossi um rof á innsigli á heitavatns inntaki undanfarnið.  Með því höfðu húsráðendur tekið inn meira vatn en þeir höfðu greitt fyrir.  Húsráðendur verða kærðir fyrir þjófnað og eru málin í rannsókn.

Fjórir einstaklingar voru kærðir af lögreglunni á Selfossi í síðustu viku fyrir vörslu á fíkniefnum.  Allir voru þeir með lítilræði af kannabisefnum.  Mál þeirra verða afgreidd til ákæru.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.  Tveir umráðamenn bifreiða voru kærðir fyrir að vera ekki með ökutæki sín tryggð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert