Tekin á 169 km hraða

Hámarkshraði í Ártúnsbrekkunni er 80 km
Hámarkshraði í Ártúnsbrekkunni er 80 km mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kona á þrítugsaldri var staðin að hraðakstri í Ártúnsbrekku seint á sunnudagskvöld. Bíll hennar mældist á 169 km hraða, en þarna er 80 km hámarkshraði. Konan, sem var allsgáð, var færð á lögreglustöð og svipt ökuréttindum til bráðabirgða, segir á vef lögreglunnar.

Níu ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Átta þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi. Þrír voru teknir á bæði laugardag og sunnudag og þrír sömuleiðis aðfaranótt mánudags. Þetta voru sjö karlar á aldrinum 19-58 ára og tvær konur, 40 og 46 ára. Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert