Vilja fund í þingnefnd um verðtryggingu

Maria Elvira Méndez Pinedo, dósent í Evrópurétti við Háskóla Íslands.
Maria Elvira Méndez Pinedo, dósent í Evrópurétti við Háskóla Íslands. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Guðlaugur Þór Þórðarson og Pétur H. Blöndal, þingmenn Sjálfstæðisflokks í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, hafa óskað eftir fundi í nefndinni til að fara yfir álit framkvæmdastjórnar ESB á verðtryggðum lánum.

„Það er mjög mikilvægt að það liggi fyrir sem allra fyrst hvaða afleiðingar þetta álit hefur í för með sér,“ segir í tilkynningu frá þingmönnunum. Óskað er jafnframt eftir að dr. Maria Elvira Mendez-Pinedo, Arnar Kristinsson og sérfræðingar ráðuneytisins á þessu sviði komi fyrir nefndina.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að lesa megi út úr svörum sérfræðings framkvæmdastjórnar ESB í neytendalöggjöf að ólöglegt sé að veita verðtryggð lán án þess að taka tillit til verðbólgu í árlegri hlutfallstölu kostnaðar og heildarlántökukostnaði. Fallist EFTA-dómstóllinn á þessa niðurstöðu í prófmálum gæti það orðið afdrifaríkt á Íslandi.

Það var sérfræðingurinn Maria Lissowska sem svaraði fyrirspurn dr. Mariu Elviru Mendez-Pinedo, prófessors í Evrópurétti við Háskóla Íslands, fyrir hönd Tonio Borg, sem fer með heilbrigðis- og neytendamál í framkvæmdastjórn ESB.

Kjarninn í svari Lissowsku er, að mati Mendez-Pinedo, að verðtryggðir lánasamningar eins og framkvæmdin er á Íslandi stangist á við lög um neytendalán. Ófrávíkjanlegt skilyrði er að lánveitandi upplýsi neytandann um heildarkostnað af lántöku fyrirfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert