„Kýs ófriðinn þó friður sé í boði“

Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við svona aðstæður á stjórnarandstaða sem vill láta taka sig alvarlega, sem vill vinna mál sín af kostgæfni og með efnislegum hætti, ekki annan kost en að láta járna við. Hversu mjög sem við viljum reyna að ná samstöðu við stjórnvöld um sameiginlega niðurstöðu, er ekki hægt að komast lönd né strönd.“

Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á heimasíðu sinni í dag og vísar þar ekki síst til stöðu stjórnarskrármálsins á Alþingi. „Það mál kom ekki inn í þingið fyrr en seint og um síðir nú í haust. Fjöldi sérfræðinga varaði mjög við samþykkt þess. Það var leitað út fyrir landsteinana eftir sérfræðiáliti og allt fór á sömu lund. Enn er þó þybbast við.“

Einar segir ljóst að það séu stjórnvöld á hverjum tíma sem ráði vinnulaginu og þegar um sé að ræða stjórnvöld sem kjósi átök og að koma með vanbúin mál inn á Alþingi sé ekki von á góðu. „Það er sorglegt af því að það hefði verið svo hægur vandi að vinna öll þessi stóru mál í miklu samlyndi. En ríkisstjórnin vill það ekki. Hún kýs ófriðinn þó friður sé í boði.“

Heimasíða Einars K. Guðfinnssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert