Lögreglan varar við þjófum

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Mjög hefur færst í vöxt á undanförnum mánuðum að hlutum sé stolið af gestum á skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu. Einkum á þetta við um staði í miðborginni, en þegar tilkynnt er um málin til lögreglu kemur í ljós að atvikin eru keimlík.

Svo virðist sem þjófarnir nýti tækifærið þegar fólk setur hluti til hliðar og/eða lítur af þeim. Mörgum farsímum og töskum hefur t.d. verið stolið með þessum hætti. Sama gildir líka um fatnað, en jökkum, frökkum, úlpum og öðrum yfirhöfnum fólks er einnig stolið á þennan máta á skemmtistöðum í umdæminu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður því gesti á skemmtistöðum að vera sérstaklega á varðbergi hvað þetta varðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert