Guðmundur styður vantraust

Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður.
Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður. mbl.is/Ómar

Guðmundur Steingrímsson alþingismaður ætlar að sitja hjá þegar greidd verða atkvæði um tillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Hann lýsti þessu yfir á Rás tvö í morgun.

Guðmundur sagðist hafa tekið þessa ákvörðun eftir að hafa haft samráð við félaga sína í Bjartri framtíð.

Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, er erlendis þessa dagana og situr varamaður hans, Margrét Guðjónsdóttir, á þingi. Hún styður ríkisstjórnina og mun greiða atkvæði gegn tillögu Þórs Saari um vantraust á ríkisstjórnina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert