Félagsbústaðir hrepptu forvarnarverðlaun VÍS

Auður Björk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Sölu- og þjónustusviðs VÍS og Sigurður …
Auður Björk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Sölu- og þjónustusviðs VÍS og Sigurður Kr. Friðriksson framkvæmdastjóri Félagsbústaða.
<span><span>Félagsbústaðir hf. fengu Forvarnarverðlaun VÍS 2013 sem afhent voru í dag á forvarnaráðstefnunni </span><span>Slysalaus framtíð – okkar ábyrgð.</span><span> Jafnframt fengu Sómi og Olíudreifing viðurkenningu frá VÍS fyrir góðan árangur í forvörnum og öryggismálum.</span></span> <span><span><br/></span></span> <span><span>Forvarnarverðlaun VÍS eru veitt fyrir framúrskarandi og fyrirmyndar forvarnir og eru Félagsbústaðir þar í fremstu röð.</span></span> <span><span><br/></span></span> <span><span><span>Í fréttatilkynningu frá VÍS segir að undanfarin fimm ár hafi með markvissum aðgerðum nánast tekist að fyrirbyggja bruna hjá Félagsbústöðum. Með árlegri fræðslu um eldvarnir heimilisins, áherslu á bætta umgengni í sameignum, kjöllurum og ruslageymslum hafi þetta færst þetta til betri vegar.</span></span></span>

„Allar íbúðir eru leigðar út með reykskynjurum, eldvarnarteppi og slökkvitæki. Jafnframt hefur verið gefið út fræðsluefni og leiðbeiningar á sjö tungumálum um rakaskemmdir, staðsetningu lagnagrindar og fleiri hagnýtar upplýsingar til að fyrirbyggja og bregðast við vatnstjónum.

Lögð er áhersla á gott aðgengi og aðlaðandi umhverfi sem stuðlar að ánægðari leigjendum og betri umgengni. Skipulag Félagsbústaða á eftirliti og viðhaldi eigna sinna er öðrum sambærilegum þjónustufyrirtækjum til mikillar fyrirmyndar og samræmist markmiði stjórnenda að draga úr rekstrarkostnaði til lengri tíma. Ennfremur er lagt upp úr góðri vinnuaðstöðu og umhverfi starfsfólks. Fyrirtækið fylgir umhverfisstefnu og hefur haldið grænt bókhald í áratug.“

Olíudreifing og VÍS hófu formlegt forvarnar- og öryggissamstarf fyrir 6 árum undir forystu framkvæmdastjóra Olíudreifingar. Í upphafi fólst vinnan í að greina þær hættur sem gætu verið til staðar í starfseminni og greina þau tjón sem upp hefðu komið í rekstrinum. Einnig var lögð mikil áhersla á atvikaskráningu og að færa næstum því slys til bókar með það að markmiði að fyrirbyggja hættur og byrgja brunninn.

<span><span><br/></span></span> <span><span>„Stjórnendur Olíudreifingar eru meðvitaðir um að árangur á sviði öryggis- og umhverfismála er ekki síst háður jákvæðu viðhorfi starfsmanna. Því er mikið lagt upp úr því að tryggja að allir séu meðvitaðir um öryggisstefnu fyrirtækisins og markmið hennar. Allir séu vel upplýstir og þannig stuðlað að jákvæðu viðhorfi gagnvart stefnu og markmiðum fyrirtækisins jafnt í öryggismálum sem öðru,“ segir í fréttatilkynningu VÍS.</span></span> <span><span> </span></span> <span><span>Hjá Sóma er sömuleiðis mikið lagt upp úr öryggismálum að sögn VÍS. Meðal annars er farið reglulega yfir öll öryggistæki og tól eins og brunaslöngur og slökkvitæki. Starfsmenn eru þjálfaðir í meðhöndlun þeirra og fyrirtækið er sérstaklega vaktað fyrir bruna og innbrotum. Þess er vandlega gætt að hvergi safnist upp rusl með tilheyrandi brunahættu og aðkoma öll hin snyrtilegasta bæði að utan sem innan. Sómi hefur hlotið umhverfisvottun og leyfi til að nota hollustumerkið Skráargatið.</span></span> <span><span> </span></span> <span><span>Þetta er í fjórða sinn sem Forvarnarverðlaun VÍS eru veitt fyrirmyndarfyrirtækjum á þessu sviði. Áður hafa Strætó, Rio Tinto Alcan og Þörungaverksmiðjan á Reykhólum hreppt verðlaunagripinn </span><span>Að byrgja brunninn</span><span> sem listamaðurinn Ólafur Geir Þorvaldsson gerði fyrir fyrstu forvarnaráðstefnu VÍS árið 2010.</span></span> <span><span> </span></span>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert