Samræmd próf verði tekin upp á ný

Sjálfstæðisflokkurinn vill að endurskoðuð verði krafa um að kennaramenntun sé fimm ár og leggja til, í ályktun sem samþykkt var af allsherjar- og menntamálanefnd landsfundar í dag, að þriggja ára nám verði nægjanlegt til að hefa störf við kennslu en meistaranám verði tekið síðar, enda hafi kennari þá kynnst skólastarfi.

Kennaranám var lengt úr þremur árum í fimm árið 2009. Þrátt fyrir það hafa laun kennara lítið hækkað og aðsókn í námið hefur dregist saman. 

Í ályktun allsherjarnefndar- og menntamálanefndar landsfundar Sjálfstæðisflokksins er sömuleiðis lagt til að samræmd próf við lok grunnskóla verði tekin upp á ný, „til að framhaldsskólar geti metið nemendur á jafnréttisgrundvelli við ákvörðun um inntöku“.

Samræmd próf í 10. bekk voru lögð niður með nýjum grunnskólalögum sem tóku gildi árið 2008 en í stað þeirra tekin upp könnunarpróf að hausti, með svipuðu sniði og í 4. bekk og 7. bekk. Þess breyting hefur verið umdeild og halda sumir því fram að hún sé orsakavaldur n.k. einkunnaverðbólgu í grunnskólum þar sem kennarar vilja tryggja að nemendur þeirra komist inn í framhaldsskóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert