Skoraði á fólk að kjósa Hönnu Birnu

Halldór Gunnarsson í Holti
Halldór Gunnarsson í Holti mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn á enn eftir að gera upp efnahagshrunið, að mati Halldórs Gunnarssonar í Holti sem býður sig fram til formanns flokksins. Hann skoraði í dag á landsfundarfulltrúa að kjósa Hönnu Birnu sem formann þótt hún hefði ekki boðið sig fram sem slíkur.

 „Eftir ræðu Hönnu Birnu [Kristjánsdóttur] skora ég á landsfundarfulltrúa, án þess að hún hafi boðið sig fram, að kjósa hana,“ sagði Halldór í lok ræðu sinnar.

En skömmu áður hafði Hanna Birna lýst því yfir að hún byði sig fram í sæti varaformanns.

Halldór rifjaði upp að þegar einkabankarnir þrír hrundu haustið 2008 hefðu 5% þjóðarinnar átt 95% fjármagnsins í bönkunum. Ríkið hefði tryggt innistæður á sama tíma og ákveðið var að heimilin skyldu taka á sig stökkbreytt lán. Þau lán hefðu hækkað um 400-450 milljarða króna frá efnahagshruninu.

Halldór beindi síðan orðum sínum til þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem studdu Icesave-III samninginn. Sá hefði kostað 90 milljarða. „Það væri eins og fyrsta greiðsla til heimilanna sem töpuðu öllu,“ sagði Halldór.

Halldór tók síðan undir með formanni Sjálfstæðisflokksins að nauðsynlegt væri að taka á  vogunarsjóðunum.

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert