Stjórnmálaályktanir teknar fyrir

Landsfundur VG
Landsfundur VG mbl.is/Árni Sæberg

Í dag verða kynntar almennar stjórnmálaályktanir Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs eftir hópastarf flokksins í gær. Tekin verða fyrir fjölmörg atriði.

Meðal annars liggja fyrir ályktanir um að hnykkja á áherslum um að Ísland verði utan ESB. Að börnum verði tryggð bætt mannréttindi í samræmi við Barnasáttmála SÞ. Eins að byggð landsins verði tryggð „með sanngjarnri skiptingu tekjustofna á milli ríkis og sveitarfélaga“. Þá beri að ljúka vinnu að nýrri stjórnarskrá. Eins liggur fyrir tillaga undir heitinu „allt er betra en íhaldið“ og fjallar hún um að ekki komi til greina að starfa í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokki.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert