Stórnotandi sló út rafmagn

mbl.is/Brynjar Gauti

Truflun varð hjá stórnotanda (álverinu í Straumsvík) á Suðvesturlandi eftir hádegi í gær  sem olli miklum aflsveiflum á byggðalínu.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti leiddi þetta til mikilla truflana og straumleysis hjá notendum á Norður- og  Austurlandi á svæðinu frá Blöndu og að Hornafirði.

Allir notendur voru komnir með rafmagn að nýju klukkan 13.19, samkvæmt upplýsingum frá Landsneti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert