„Málkenndin er í tómu tjóni“

mbl.is/Ásdís

„Málkenndin er í tómu tjóni, það er alveg ljóst. Að hluta til má rekja það til þess að þetta [samsetning orða] hefur aldrei verið kennt,“ segir Baldur Sigurðsson, dósent í íslensku á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Kennarar á öllum skólastigum hafa greint mikið óöryggi í notkun errs í samsettum orðum, líkt og í Landeyjarhöfn eða Landeyjahöfn. Síðarnefnda orðið er vitaskuld rétt.

„Það er greinilega einhver málbreyting í gangi að menn túlki þetta ekki lengur eins og eignarfallsendingu,“ segir Höskuldur Þráinsson, prófessor við Íslensku- og menningardeild HÍ, í umfjöllun um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert