Bobba og Járngrímur samþykkt

Nöfnunum á mannanafnaskrá fer fjölgandi.
Nöfnunum á mannanafnaskrá fer fjölgandi. mbl.is/Árni Sæberg

Eiginnöfnin Kraki, Járngrímur, Minerva, Úlfey, Ófelía, Hanney og Bobba eiga það sameiginlegt að hafa hlotið blessun mannanafnanefndar fyrr í þessum mánuði og hafa nöfnin verið færð á mannanafnaskrá.

Í úrskurði nefndarinnar frá 7. febrúar sl. segir að karlkynsnöfnin Kraki og Járngrímur taki íslenskri beygingu í eignarfalli og uppfylli ákvæði laga um mannanöfn.

Sömu sögu er að segja um kvenkynsnöfnin Minvervu, Úlfeyju, Ófelíu, Hanneyju og Bobbu.

Engu nafni var hafnað að þessu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert