„Þetta eru vörusvik og ekkert annað“

Ekkert nautakjöt reyndist vera í nautabökunni frá Gæðakokkum.
Ekkert nautakjöt reyndist vera í nautabökunni frá Gæðakokkum.

„Þetta eru að sjálfsögðu vörusvik og ekkert annað og á að meðhöndla sem slíkt. Ég velti því upp hvort að það ætti að herða viðurlög við slíku til að koma í veg fyrir að svona gerist,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna um rannsókn Matvælastofnunar sem leiddi í ljós að kjötbökur frá Gæðakokkum innihéldu ekkert kjöt, þrátt fyrir að á umbúðum þeirra standi að fyllingin innihaldi 30% af nautahakki.

Matvælastofnun lét nýverið rannsaka kjötinnihald 16 íslenskra matvæla til að kanna hvort þau innihéldu hrossakjöt án þess að það kæmi fram á umbúðum. Í ljós kom að svo reyndist ekki vera, en tvær vörur reyndust ekki innihalda nautakjöt þrátt fyrir að vera merktar sem slíkar.

Mikilvægt að innihaldslýsingar séu réttar

„Það sem kom líka fram í þessari rannsókn var að allar vörurnar reyndust á einhvern hátt vanmerktar, misalvarlega en í einhverjum tilvikum reyndist innihaldslýsingin ekki rétt. Þetta getur skipt verulegu máli fyrir fólk sem er með ofnæmi eða óþol fyrir tilteknum hráefnum og kaupir inn eftir innihaldslýsingu,“ segir Jóhannes. „Það er mjög mikilvægt að innihaldslýsing matvöru sé rétt.“

Neytendur hætta að treysta 

Hann segir að niðurstöðurnar úr þessari rannsókn Matvælastofnunar kalla á að matvælaeftirlit  í landinu verði hert enn frekar. „Á tyllidögum erum við að slá okkur upp á því að innlendu matvörurnar séu svo góðar. Ef við fáum nánast árlega einhver hneyksli sem varða matvöru, þá endar það með því að neytendur hætta að treysta vörunum. Ég spyr; er það virkilega vilji framleiðenda?“

Eigandi Gæðakokka sagðist í samtali við mbl.is fyrr í dag ekki skilja hvernig á því stæði að ekkert nautakjöt fannst í nautabökum fyrirtækisins. Jóhannes segir þetta varla gilda skýringu. „Ef verið er að nota önnur hráefni heldur en á að gera, þá hlýtur einhver að hafa tekið um það meðvitaða ákvörðun. Þetta gerist ekki óvart, menn gleyma ekki óvart að setja nautakjötið sem átti að fara í matinn.“

Með grófari dæmum hér á landi

Jóhannes segir þetta vera með „grófari dæmum“ sem upp hafi komið hér á landi. „Auðvitað hafa komið upp mál, eins og t.d. þegar fyrir við létum rannsaka nautahakk fyrir þremur árum og þá kom í ljós að menn voru að drýgja það með vatni og bindiefnum. Svo var það málið með iðnaðarsaltið. En ef svona mál eru sífellt að koma upp, þá er matvælaiðnaðurinn í landinu að vinna sjálfum sér svakalegan óleik.“

Refsingin á að vera þyngri

Hvernig þurfti eftirlitið að vera svo vel ætti að vera? „Við skulum hafa það í huga að það er farið út í þessa rannsókn í framhaldi af hrossakjötshneykslinu í Evrópu. Síðan voru vörurnar sem betur fer skoðaðar betur en að athuga einungis hvort þær innihéldu hrossakjöt. Ég tel að þetta kalli á að matvælaeftirlit í landinu taki sýni oftar og hafi það að meginreglu að greina frá niðurstöðum opinberlega með nöfnum og að það séu viðurlög við því að ástunda vörusvik. Auðvitað er það ákveðin refsing fyrir fyrirtæki að þurfa að innkalla vöru, en refsingin á að vera þyngri. Það á að sekta fyrirtæki.“

„Það er verið að sýna neytendum lítilsvirðingu með þessu. Fólk á að geta treyst því sem segir á umbúðum, það er meginatriðið.“

Hrossakjötshneykslið gæti leitt til góðs

Jóhannes segist vona að hrossakjötshneykslið í Evrópu verði til þess að  matvælaiðnaðurinn taki við sér, bæði hér á landi og í nágrannalöndum. Það komi okkur við hvernig eftirlit sé háttað í öðrum löndum. „Við flytjum inn erlendar matvörur í vaxandi mæli og það er líka mikilvægt að eftirlitið sé í lagi erlendis. Við verðum að geta gert sömu kröfur til innlendrar og erlendrar matvöru.“

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.
„Við flytjum inn erlendar matvörur í vaxandi mæli og það ...
„Við flytjum inn erlendar matvörur í vaxandi mæli og það er líka mikilvægt að eftirlitið sé í lagi erlendis. Við verðum að geta gert sömu kröfur til innlendrar og erlendrar matvöru,“ segir Jóhannes. AFP
mbl.is

Innlent »

Unnið að því að losa rútuna

18:47 Vegurinn við vest­ari af­leggj­ar­ann að Detti­fossi er enn lokaður en umferðaróhapp varð þar um miðjan daginn þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygju þar. Meira »

Bærinn tekur við rekstrinum í sumar

18:42 Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri Herjólfs þegar ný ferja verður tekið í gagnið næsta sumar. Samningur þess efnis er á lokametrunum að sögn Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest

18:26 Átta stjórnmálaflokkar fengu framlög upp á 678 milljónir á síðasta ári. Framlögin koma frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum, auk annarra rekstrartekna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest en Flokkur fólksins minnst. Meira »

Þrengt að umferð á morgun

18:17 Á morgun má búast við töfum á umferð á Hafnarfjarðarvegi. Þá þarf að þrengja að umferð á um 250 metra kafla, Akrahverfismegin í Garðabæ, vegna vinnu við hljóðmön. Það er veggur til að verja íbúabyggð fyrir umferðarhávaða. Meira »

Rætist úr spánni á kjördag

18:00 Útlit er fyrir milt veður á kjördag. Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands má búast við vestlægri eða breytilegri átt á landinu öllu á laugardag og sunnudag. Meira »

Vakan heldur blaðamannafund

17:16 Vakan, félagasamtök um aukna kosningaþátttöku ungs fólks, hefur boðað til blaðamannafundar í Smáralindinni á morgun. Efnis fundarins eru tilmæli yfirkjörstjórnar Reykjavíkur norður til Vökunnar, um að það gæti brotið í bága við kosningalög að hvetja fólk að taka af sér sjálfur á kjörstað. Meira »

Fylgi Samfylkingarinnar dalar

16:47 Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mest fylgis kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Flokkurinn mælist með 22,9% fylgi. Fast á hæla hans fylgir VG með 19,9% fylgi. Munurinn er innan vikmarka en báðir flokkar mælast með meira fylgi en í síðustu könnun MMR. Meira »

Óljóst hvort farið verði gegn RÚV

16:56 Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort Glitnir HoldCo ehf. fari fram á lögbann á fréttaflutning Ríkisútvarpsins af viðskiptum Glitnis. Ingólfur Hauksson segir í samtali við mbl.is að hann geti ekki staðfest eitt eða neitt og að hann vilji ekki tjá sig um fréttaflutning RÚV. Meira »

Áfram í haldi vegna peningaþvættis

16:18 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti í febrúar í fyrra. Hæstiréttur staðfesti með dómi sínum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 19. október. Meira »

„Fólk hefur sýnt okkur mikla ást“

16:07 Þakklæti er efst í huga níg­er­ísku hjónanna Sunday Iserien og Joy Lucky og dótt­ur þeirra Mary sem fengu dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum hér á landi í morgun. Þau hafa dvalið hér á landi í eitt og hálft ár en í september var þeim gert að yfirgefa landið. Meira »

Rúta náði ekki beygjunni

15:56 Umferðaróhapp varð á Mývatnsöræfum við vestari afleggjarann að Dettifossi þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygjunni. Meira »

Samið um allt nema laun

15:47 Fjórtán aðildarfélög Bandalags háskólamanna, BHM og Samtaka atvinnulífsins, SA, undirrituðu í dag ótímabundinn kjarasamning sín á milli. Samningurinn byggir á fyrri kjarasamningi þessara aðila, frá árinu 2011, en er sérstakur að því leytinu til að ekki er þar samið um laun. Meira »

BL innkallar Dacia Duster

15:27 BL hefur tilkynnt um innköllun á Dacia Duster-bifreiðum, en ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að flauta hætti að virka vegna spennumismunar. Meira »

Ríkið efli flugsamgöngur til Eyja

13:46 „Við höfum áhyggjur af þessari stöðu eins og við höfum margoft áður lýst yfir. Herjólfur er orðinn gamall og eftir því sem skip verða eldri aukast líkur á alvarlegum bilunum, eins og nú hafa komið upp í Herjólfi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is. Meira »

38% kjósa Miðflokkinn í stað Framsóknar

12:38 Alls ætla 38% þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í alþingiskosningunum í fyrra að kjósa Miðflokkinn um næstu helgi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Meira »

Hvað vilja flokkarnir í utanríkismálum?

14:37 Fríverslun, hernaðarbandalög og kjarnorkuvopn. Utanríkismálin eru kannski ekki mest í umræðunni í aðdraganda þingkosninga en engu að síður skiptir staða Íslands á alþjóðavettvangi miklu máli fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hvað vilja flokkarnir sem eru í framboði gera í þessum málum? Meira »

Tafir í Ártúnsbrekku eftir árekstur

13:43 Talsverðar umferðartafir eru nú í Ártúnsbrekkunni eftir aftanákeyrslur þar sem þrír bílar lentu í árekstri.  Meira »

Biðjast afsökunar á notkun Sólfarsins

12:02 Flokkur fólksins hefur beðist afsökunar á notkun á listaverkinu Sólfarinu eftir Jón Gunnar Árnason á haustþingi flokksins. Í bréfi sem undirritað er af formanninum Ingu Sæland segir að ljósmyndin sem sýni sólarlag við Sundin í Reykjavík með listaverkið í forgrunni hafi verið notuð í góðri trú. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

07 Caddy life 1,9 dísel til sölu
5 manna dísel með dráttarkrók og þakbogum ekin 191500 km, bíll í góðu standi u...
Stálvaskur - lítur vel út
Til sölu: Sterklegur stálvaskur. . verð 2000kr Upplýsingar í síma 564-1787 og ...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...