„Þetta eru vörusvik og ekkert annað“

Ekkert nautakjöt reyndist vera í nautabökunni frá Gæðakokkum.
Ekkert nautakjöt reyndist vera í nautabökunni frá Gæðakokkum.

„Þetta eru að sjálfsögðu vörusvik og ekkert annað og á að meðhöndla sem slíkt. Ég velti því upp hvort að það ætti að herða viðurlög við slíku til að koma í veg fyrir að svona gerist,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna um rannsókn Matvælastofnunar sem leiddi í ljós að kjötbökur frá Gæðakokkum innihéldu ekkert kjöt, þrátt fyrir að á umbúðum þeirra standi að fyllingin innihaldi 30% af nautahakki.

Matvælastofnun lét nýverið rannsaka kjötinnihald 16 íslenskra matvæla til að kanna hvort þau innihéldu hrossakjöt án þess að það kæmi fram á umbúðum. Í ljós kom að svo reyndist ekki vera, en tvær vörur reyndust ekki innihalda nautakjöt þrátt fyrir að vera merktar sem slíkar.

Mikilvægt að innihaldslýsingar séu réttar

„Það sem kom líka fram í þessari rannsókn var að allar vörurnar reyndust á einhvern hátt vanmerktar, misalvarlega en í einhverjum tilvikum reyndist innihaldslýsingin ekki rétt. Þetta getur skipt verulegu máli fyrir fólk sem er með ofnæmi eða óþol fyrir tilteknum hráefnum og kaupir inn eftir innihaldslýsingu,“ segir Jóhannes. „Það er mjög mikilvægt að innihaldslýsing matvöru sé rétt.“

Neytendur hætta að treysta 

Hann segir að niðurstöðurnar úr þessari rannsókn Matvælastofnunar kalla á að matvælaeftirlit  í landinu verði hert enn frekar. „Á tyllidögum erum við að slá okkur upp á því að innlendu matvörurnar séu svo góðar. Ef við fáum nánast árlega einhver hneyksli sem varða matvöru, þá endar það með því að neytendur hætta að treysta vörunum. Ég spyr; er það virkilega vilji framleiðenda?“

Eigandi Gæðakokka sagðist í samtali við mbl.is fyrr í dag ekki skilja hvernig á því stæði að ekkert nautakjöt fannst í nautabökum fyrirtækisins. Jóhannes segir þetta varla gilda skýringu. „Ef verið er að nota önnur hráefni heldur en á að gera, þá hlýtur einhver að hafa tekið um það meðvitaða ákvörðun. Þetta gerist ekki óvart, menn gleyma ekki óvart að setja nautakjötið sem átti að fara í matinn.“

Með grófari dæmum hér á landi

Jóhannes segir þetta vera með „grófari dæmum“ sem upp hafi komið hér á landi. „Auðvitað hafa komið upp mál, eins og t.d. þegar fyrir við létum rannsaka nautahakk fyrir þremur árum og þá kom í ljós að menn voru að drýgja það með vatni og bindiefnum. Svo var það málið með iðnaðarsaltið. En ef svona mál eru sífellt að koma upp, þá er matvælaiðnaðurinn í landinu að vinna sjálfum sér svakalegan óleik.“

Refsingin á að vera þyngri

Hvernig þurfti eftirlitið að vera svo vel ætti að vera? „Við skulum hafa það í huga að það er farið út í þessa rannsókn í framhaldi af hrossakjötshneykslinu í Evrópu. Síðan voru vörurnar sem betur fer skoðaðar betur en að athuga einungis hvort þær innihéldu hrossakjöt. Ég tel að þetta kalli á að matvælaeftirlit í landinu taki sýni oftar og hafi það að meginreglu að greina frá niðurstöðum opinberlega með nöfnum og að það séu viðurlög við því að ástunda vörusvik. Auðvitað er það ákveðin refsing fyrir fyrirtæki að þurfa að innkalla vöru, en refsingin á að vera þyngri. Það á að sekta fyrirtæki.“

„Það er verið að sýna neytendum lítilsvirðingu með þessu. Fólk á að geta treyst því sem segir á umbúðum, það er meginatriðið.“

Hrossakjötshneykslið gæti leitt til góðs

Jóhannes segist vona að hrossakjötshneykslið í Evrópu verði til þess að  matvælaiðnaðurinn taki við sér, bæði hér á landi og í nágrannalöndum. Það komi okkur við hvernig eftirlit sé háttað í öðrum löndum. „Við flytjum inn erlendar matvörur í vaxandi mæli og það er líka mikilvægt að eftirlitið sé í lagi erlendis. Við verðum að geta gert sömu kröfur til innlendrar og erlendrar matvöru.“

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.
„Við flytjum inn erlendar matvörur í vaxandi mæli og það ...
„Við flytjum inn erlendar matvörur í vaxandi mæli og það er líka mikilvægt að eftirlitið sé í lagi erlendis. Við verðum að geta gert sömu kröfur til innlendrar og erlendrar matvöru,“ segir Jóhannes. AFP
mbl.is

Innlent »

Hægri-stefnan lím ríkisstjórnarinnar

11:04 Skattamál, umhverfismál, aukinn ójöfnuður í samfélaginu og einkarekstur voru á meðal þeirra pólitísku mála sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gerði að umfjöllunarefni ræðu sinnar sem hún hélt á flokksráðsfundi VG í morgun. Meira »

Hlynur og Elín fyrst í hálfu maraþoni

11:00 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka streyma í mark í Lækjargötunni. Búið er að krýna sigurvegar í hálfu maraþoni en fyrsti karl í mark var Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir var fyrsta kona. Meira »

Söfnun plasts gengur vel

10:18 Tilraunaverkefni í Kópavogi um söfnun plasts frá heimilum í blátunnur hefur skilað árangri en plastsöfnunin hófst í byrjun nóvember í fyrra. Íbúum hefur verið gert kleift að flokka plastumbúðir á heimilum og setja með pappírflokkunum í blátunnuna. Meira »

Vinnuvélarnar verði knúnar íslenskri repjuolíu

09:57 Til greina kemur að vinnuvélar og tæki sem notuð verða við lagningu Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1) yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins verði knúin repjuolíu. Meira »

Hlauparar lagðir af stað

09:03 Keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru lagðir af stað í blíðskaparveðri. Yfir 14 þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks, þar af um 4000 útlendingar frá 87 löndum. Meira »

Fimm sækja um Dómkirkjuna

08:30 Fimm umsóknir bárust um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavík.   Meira »

Ók á bíl og hljóp út í móa

08:17 Nokkuð var um umferðaróhöpp og í sumum tilvikum afstungur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ekið var á bifreið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu, og stakk sá er það gerði af. Meira »

Hlýddi ekki merkjum lögreglu og var handtekinn

08:20 Ökumaður, sem ók sviptur ökuréttindum, lét ekki segjast þegar lögregla gaf honum ítrekað merki um að stöðva bifreiðina á Sandgerðisvegi heldur ók til Sandgerðis þar sem hann var handtekinn. Meira »

Hætt við næturfrosti

08:15 Í dag er spáð norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi suðaustanlands í fyrstu sem getur reynst varasamur fyrir létta vagna. Hætt er við næturfrosti í innsveitum á Norðurlandi í nótt. Meira »

Þurfa að selja dúllur og dúska

07:37 „Markaðurinn er mjög erfiður, bæði fyrir útgefendur og bóksala. Það hjálpaði ekki þegar vaskurinn var hækkaður þó að þetta hafi aðeins verið örfá prósentustig,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Bókabúðar Máls og menningar. Meira »

Grunaðir um brot á vopnalögum

07:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá menn seint í gærkvöldi grunaða um brot á vopnalögum og fíkniefnalagabrot. Þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu. Meira »

Prýðisveður á hlaupadeginum mikla

07:16 Í dag er spáð 3-8 m/s og léttskýjuðu veðri á höfuðborgarsvæðinu. Hiti verður 11-16 stig. Það mun því viðra prýðilega á hlauparana sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Meira »

Síðasti karlkyns geirfuglinn fundinn

06:54 Hamur karlkyns geirfugls sem drepinn var í Eldey fyrir 173 árum kom í leitirnar á náttúrufræðisafni í Brussel. Þetta er stórfrétt að mati líffræðings hjá Náttúruminjaafni Íslands. Meira »

Ekki tæki langan tíma að loka

05:30 Slökkt var á ofni kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík á miðvikudag. Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, segir ástæðuna vera bilun í búnaði sem stýrir hæð rafskauta í bræðsluofni verksmiðjunnar. Meira »

Fleiri vilja fara utan vegna Gylfa

05:30 Ferðaskrifstofur á Íslandi hafa fundið fyrir auknum áhuga Íslendinga á að fara á Everton-leiki eftir vistaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá Swansea City til Everton. Meira »

Undirbúa fleiri árásir í Evrópu

05:30 Frá árinu 2003 hafa hátt í 740 manns fallið fyrir hendi hryðjuverkamanna í Evrópu. Þá hafa um 5.000 manns særst í árásum af þeim toga í álfunni. Meira »

Áætlunin er til að fara eftir

05:30 Starfsáætlun Alþingis 2017 til 2018 var tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi í gær. Starfsáætlunin er með hefðbundnu sniði og verður birt á vef stjórnarráðsins á mánudag. Meira »

Kennarar ræða aðgerðir

05:30 „Það er ekkert því til fyrirstöðu að við förum bara að undirbúa aðgerðir og verðum klár í slaginn um mánaðamótin október/nóvember,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara (FF). Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Antík sófi, 100 ára, 100% eintak
Sófinn er óaðfinnanlegur í útliti. Mesta lengd : 130 cm Mesta dýpt : 64 c...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Íslenskt fornbréfasafn 2,3,4,5,9,10,11,12 og 14, ób., mk., Stra...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...