Torfajökulsaskja á lista

Torfajökull.
Torfajökull. mbl.is/RAX

Torfajökulsaskja er meðal þeirra náttúruminja sem Ísland vill setja á heimsminjaskrá Unesco.

„Fræði- og vísindamenn hafa unnið að rökstuðningi hvers vegna svæðið eigi að vera á listanum. Þeirri vinnu er nú lokið og næstu skref eru að senda formlega erindi til Parísar þar sem Unesco tekur málið fyrir,“ segir Ragnheiður Þórarinsdóttir hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Surtsey og Þingvellir eru á heimsminjaskrá.

„Til þess að skrá stað á heimsminjalistann þurfa ríki að senda yfirlitsskrá. Á þeim lista þurfa náttúruminjar að vera í a.m.k. eitt ár áður en Unesco getur sett minjarnar á skrá,“ segir Ragnheiður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert