Munnpúðar með koffíni innkallaðir

Um er að ræða Kickup Real white og kickup strong.
Um er að ræða Kickup Real white og kickup strong.

Matvælastofnun hefur innkallað svokallaða munnpúða sem innihalda koffín. Um er að ræða munnpúða sem bera nafnið Kickup Real white og Kickup strong. Varan líkist munntóbaki í grisjupokum og er ætlað til að setja undir vör líkt og munntóbak.

Frá þessu er greint á vefsvæði Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra. Þar segir að munnpúðarnir innihaldi aðallega vítamín og koffín. Hins vegar segir í reglugerð að íblöndun koffíns í önnur matvæli en drykkjarvörur sé óheimil.

Samkvæmt lögum um matvæli er skilgreining um matvæli eftirfarandi: „Matvæli eru hvers konar efni eða vörur, hvort sem þau eru fullunnin, unnin að hluta eða óunnin, sem fólki er ætlað að neyta eða sem eðlilegt er að vænta að fólk neyti. Hugtakið „matvæli“ tekur einnig til drykkja, tyggigúmmís og hvers kyns efna, þ.m.t. neysluvatns, sem bætt er af ásettu ráði í matvæli við framleiðslu þeirra, vinnslu eða meðferð, svo og fæðubótarefna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert