Ekki aftur snúið með stjórnarskrána

Álfheiður Ingadóttir og Valgerðar Bjarnadóttir funda í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar …
Álfheiður Ingadóttir og Valgerðar Bjarnadóttir funda í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Álfheiður Ingadóttir segir það fráleita tillögu að ætla að kasta stjórnarskrárfrumvarpinu til hliðar og taka upp aftur eftir fjögur ár, líkt og felst að hennar sögn í tillögu sem Framsóknarflokkur setti fram í dag. 

Í tillögu sem framsóknarmenn segjast leggja fram til málamiðlunar í dag kemur m.a. fram að þeir vilji ekki breyta breytingarákvæði stjórnarskrárinnar. Álfheiður Ingadóttir sagði á Alþingi nú fyrir stundu, þar sem framhald 2. umræðu um stjórnskipunarlög hófst fyrir stundu, að Vinstri-græn gætu ekki og myndu ekki fallast á þessar hugmyndir.

„Hvað þýðir það? Það þýðir að það mun taka fjögur ný ár að fara yfir þetta frumvarp. Og hvað skyldu tillögur stjórnlagaráðs þá vera orðnar gamlar? Þá verða þær orðnar sex ára gamlar og ætli menn vilji þá ekki byrja upp á nýtt? [...] Og hvað þýðir það að gefa yfirlýsingu en ekki koma með þingsályktunartillögu? Það þýðir að það bindur ekki nokkurn mann.“

Verður ekki aftur snúið

Álfheiður sagði þetta engan veginn ásættanlegt og engin málamiðlun fólgin í hugmyndum Framsóknarflokks. Hún sagði þessa afstöðu flokksins veruleg vonbrigði enda væri hún gerbreytt frá árinu 2009. „Að hafna því sem við erum hér með í höndunum er gjörsamlega óskiljanlegt,“ sagði Álfheiður.

Hún sagði allt of oft hafa tekist að tefja fyrir ferli stjórnarskrárinnar og tala það niður. „Enn er nú haldið áfram á þeirri vegferð en það verður ekkert aftur snúið. Við erum komin hingað með fullmótað plagg eins og kallað hefur verið eftir.“

Sagði Álfheiður rangt að halda því fram að ekki hefði verið hlustað á sérfræðinga því brugðist hefði verið við athugasemdum og hlustað eftir röddum innan þings og utan. „Svo er sagt að tíminn sé of knappur af því við höfum bara sjö daga þegar reyndin er sú að við höfum haft 700 daga,“ sagði Álfheiður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert