Hafa lokið 1. umræðu um bæði málin

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Umræðum um frumvarp Árna Páls Árnasonar, Katrínar Jakobsdóttur og Guðmundar Steingrímssonar og þingsályktunartillögu þeirra þriggja varðandi meðferð og endurskoðun stjórnarskrárinnar lauk í kvöld.

Um var að ræða 1. umræðu um frumvarp þess efnis að inn í stjórnarskrá komi bráðabirgðaákvæði til 2017 um að hægt verði að breyta stjórnarskrá með því að 3/5 hlutar þingmanna og 3/5 hlutar í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu staðfesti breytingar.

Þá var um að ræða fyrri umræðu til þingsályktunar þess efnis að sett verði á fót fimm manna nefnd sem hafi það hlutverk að taka við vinnu sem unnin hefur verið um endurskoðun stjórnarskrárinnar og vinna hana fram að því að þing kemur saman að nýju í haust að afloknum kosningum til Alþingis.

Umræðan um frumvarpið hófst um hálf sex í dag og lauk um hálf tíu. Umræðan um þingsályktunina hófst um hálf tíu og lauk tæpum hálftíma síðar. Þingfundur stendur enn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert