Samþykkt að ræða tillögu Árna Páls

Alþingi ræðir nú tillögu Árna Páls Árnasonar, Katrínar Jabosdóttur og …
Alþingi ræðir nú tillögu Árna Páls Árnasonar, Katrínar Jabosdóttur og Guðmundar Steingrímssonar um að nefnd verði skipuð til að taka við stjórnarsrkármálinu og skila því til Alþingis í haust. mbl.is/Golli

Greidd eru nú atkvæði um afbrigði við þingsköp um að taka á dagskrá tillögu að stjórnskipunarlögum og þingsályktunartillögu frá Árna Páli Árnasyni, Katrínu Jakobsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni til lykta stjórnarskrármálsins á þessu þingi.

Allir þingmenn Hreyfingarinnar hafa komið í ræðustól Alþingis og mótmælt þessari málsmeðferð og hvatt aðra þingmenn til að hafna afbrigðunum um að málin komi á dagskrá þingsins, en of skammt er liðið frá útbýtingu þeirra.

Illugi Gunnarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, steig í ræðustól og sagði líkurnar á því að hann myndi samþykkja málin litlar en að hann og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefðu ekki á móti því að málið kæmi á dagskrá.

Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, tók til máls og sagði þingflokk Framsóknarflokksins sitja hjá við atkvæðagreiðsluna til að mótmæla málsmeðferð stjórnarskrármálsins.

Greidd voru atkvæði um að 1. og 2. dagskrármál kæmu á dagskrá og var það samþykkt með 25 atkvæðum gegn þremur. Sex sátu hjá.

Einnig voru greidd atkvæði um að 5. dagskrármálið kæmi á dagskrá um slysatryggingar og almannatryggingar.

Minni andstaða var við það og voru afbrigðin samþykkt með 31 atkvæði. Þrír sátu hjá.

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason. mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert