Snælduvitlaust veður í Eyjum

Ljósmynd/Arnór Arnórsson

Björgunarsveitarmenn hafa verið kallaðir út í Vestmannaeyjum þar sem þakplötur eru farnar að losna af húsum. Snælduvitlaust veður er í Eyjum en í verstu hviðum hefur vindhraðinn farið yfir 50 metra á sekúndu.

Herjólfur siglir ekki til Eyja vegna veðurs og samkvæmt frétt á vef RÚV hefur öllu skólahaldi verið aflýst í grunnskólanum í Vestmannaeyjum.

Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að vindhraðinn er nú 39 metrar á sekúndu á Stórhöfða en hann hefur mest farið í 51 metra á sekúndu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum hefur ekkert alvarlegt tjón komið upp þrátt fyrir veðurofsann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert