Ábyrgðin hjá einum þingmanni

Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar.
Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég myndi vilja hvetja þingmanninn til að stíga varlega til jarðar í þessum efnum því að það er morgunljóst að ef vantrauststillaga þingmannsins verður samþykkt og ekki er búið að tryggja málinu framhaldslíf að þá verður ábyrgðin á því að hafa stöðvað stjórnarskrármálið hjá einum þingmanni og bara einum þingmanni. Það er nú bara staða málsins.“

Þetta sagði Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag og beindi orðum sínum að Þor Saari, þingmanni Hreyfingarinnar, sem lagði fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina vegna stjórnarskrármálsins í gær í annað sinn en í fyrra skiptið dró hann tillöguna til baka. Gert er ráð fyrir að tillaga Þórs verði tekin fyrir í þinginu á morgun.

Magnús lagði áherslu á að þeir Þór væru báðir áhugamenn um gerð nýrrar stjórnarskrár en greindi hins vegar aðeins á um stöðu málsins. Sjálfur hafi hann talið hyggilegt að ræða um auðlindaákvæði í stjórnarskrána og framhaldslíf vinnunnar við endurskoðun stjórnarskrárinnar en Þór telji „betra að fara fram vantrausttillögu áður en búið er að tryggja málinu eitthvert framhald.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert