Fjöldi barna er beittur ofbeldi

mbl.is/Kristinn

Vísbendingar eru um að sterk fylgni sé á milli þess að börn upplifi ofbeldi á heimilinu og að þau hafi orðið drukkin, hafi neytt kannabisefna eða reyki daglega. Sama fylgni virðist vera á milli ofbeldis á heimilinu og slæmrar andlegrar heilsu, vonleysis og vanlíðunar í skóla.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF á Íslandi um ofbeldi gegn börnum en þar er horft til vanrækslu, heimilisofbeldis, eineltis og kynferðisofbeldis.

Við greiningu á umfangi og eðli ofbeldis var meðal annars horft til kannana fyrirtækisins Rannsóknar og greiningar en það hefur frá árinu 1997 lagt spurningar fyrir unglinga í 9. og 10. bekk. Um 7.400 ungmenni tóku þátt í könnuninni í fyrra og var hlutfall þátttakenda um 86%.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að vísbendingar um fylgni milli heimilisofbeldis og ofangreindra þátta koma úr þeirri könnun. Það sama gera vísbendingar um að meirihluti drengja sem hafa upplifað líkamlegt ofbeldi á heimilinu, eða orðið fyrir því innan heimilisins, telji réttlætanlegt að fólk sé slegið eða barið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert