Allir að reyna að komast í sömu litlu loðnutorfurnar

mbl.is/Óskar

„Þetta eru smátorfur og allir að reyna að komast í þær en engin sérstök veiði,“ sagði Guðmundur Þ. Jónsson, skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA, í gærkvöldi.

Loðnuflotinn er kominn aftur á miðin eftir bræluna og voru flest skipin að kasta á Faxaflóa, suður af Jökli. Loðnan er komin að hrygningu og er hrognafrysting í gangi víða um land.

„Þetta verður sprettur í lokin, eins og venjulega, en ég hef enga trú á öðru en að þetta náist,“ segir Ingimundur Ingimundarson, rekstrarstjóri hjá HB Granda, um loðnuvertíðina í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. „Ég vona bara að það komi einhver vestanganga,“ sagði Guðmundur, skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert