Jarðskjálfti undan Gjögurtá

Græna stjarnan sýnir upptök skjálftans.
Græna stjarnan sýnir upptök skjálftans.

Jarðskjálfti, sem mældist 3,8 stig, varð klukkan 1.13 í nótt um það bil 14 kílómetra norðvestur af Gjögurtá. Þetta er í Eyjafjarðarál á svipuðum slóðum og stór jarðskjáflti varð í október.

Að sögn Veðurstofunnar hafa nokkrir minni eftirskjálftar fylgt í kjölfarið. Tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og á Húsavík. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert