Anna Pála nýr formaður Samtakanna 78

Anna Pála Sverrisdóttir er formaður Samtakanna 78
Anna Pála Sverrisdóttir er formaður Samtakanna 78

 Anna Pála Sverrisdóttir, lögfræðingur og starfsmaður utanríkisráðuneytisins var um helgina kjörin formaður Samtakanna 78 en Guðmundur Helgason, skólastjóri Listdansskóla Íslands, lét af embætti formanns.

Meðal þess sem helst var rætt á aðalfundi Samtakanna 78 um helgina var þörf á stefnumótun  um  hvernig  Samtökin  geti best gegnt hlutverki sínu nú þegar stórir  áfangar  í  átt  að lagalegu jafnrétti hafa náðst og hvernig staðið skuli  að  veitingu  mannréttindaviðurkenninga  Samtakanna ´78, segir í fréttatilkynningu.

Stjórn Samtakanna ' 78

Formaður: Anna Pála Sverrisdóttir, varaformaður: Sigurður Júlíus Guðmundsson, gjaldkeri: Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, ritari: Svandís Arna Sigurðardóttir og meðstjórnendur eru Fríða Agnarsdóttir, Guðrún Arna Kristjánsdóttir og Örn Danival Kristjánsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert