„Þetta er auðvitað bara leikrit“

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. Morgunblaðið/Ómar

Þingmenn deildu um það á Alþingi í dag hverjum það væri að kenna að ekki gengi hraðar fyrir sig að afgreiða hin ýmsu mál sem lægju fyrir þinginu. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hóf umræðuna og gagnrýndi þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins harðlega fyrir að misnota þingsköp Alþingis og tefja fyrir þingmálum með því að fara í sífellu upp í andsvör við hvora aðra án þess að tilgangur væri með því og það jafnvel í málum sem tiltölulega góð sátt væri um.

„Þetta er auðvitað bara leikrit sem öll þjóðin áttar sig á og sér. Þetta er leikrit sem öll þjóðin áttar sig á og sér og verður til þess að brýn mál komast ekki á dagskrá. Verkefni okkar hér er að gera þjóðinni gagn en ekki að þvælast fyrir og það er það sem við þurfum að láta gerast og virðulegi forseti, með þessu áframhaldi er algerlega ljóst að það verður ekki unnt að standa við áform starfsáætlunar að ljúka hér störfum 15. mars,“ sagði Árni ennfremur.

Brýn mál vegna heimilanna ekki á dagskrá

Sigfús Karlsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins, kom einnig inn á þessa umræðu og sagðist hafa hlakkað til þess að taka þátt í störfum þingsins í þessari viku og gert ráð fyrir að í þeim yrði lögð áhersla á mál sem tækju á brýnustu hagsmunamálum heimilanna og fyrirtækjanna í landinu. Hann hafi þó orðið fyrir vonbrigðum með dagskrá þingsins í gær og í dag enda væru þar engin mál í raun sem tækju á þeim málum. Spurði hann hvað þingið ætlaði að gera á síðustu dögum þingsins í þessum efnum.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, og Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tóku í sama streng og Árni og gagnrýndu þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins harðlega fyrir að stöðva eða tefja fyrir brýnum mál í þinginu líkt og um stjórn fiskveiða og Lánasjóð íslenskra námsmanna. Löng umræða færi fram um brýn mál en minniháttar mál færu í gegn án umræðu.

„Stjórnarandstaðan mun ekki þvælast fyrir þeim“

„Þessi ríkisstjórn ætti að byrja á því núna þegar fimm dagar eru eftir, eða fjórir dagar eru eftir af þinginu að fara yfir listann, skoða hvaða mál eru brýn, aðkallandi og áríðandi fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Tökum þau mál, stjórnarandstaðan mun ekki þvælast fyrir þeim, tökum þau mál og klárum þau,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði hún aukmunarvert að ríkisstjórnin, sem gumaði sig af því að njóta meirihlutastuðnings í þinginu eftir að vantraust á hana var fellt í þinginu í gær, kenndi stjórnarandstöðunni um að hún kæmist ekki með mál í gegnum þingið.

Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir með Ragnheiði og benti á að fjölmörg mál hefðu verið að koma inn í þingið til fyrstu umræðu undanfarna daga sem stjórnarmeirihlutinn hefði lagt mikla áherslu á að yrðu afgreidd og komið til nefnda. Fyrir væru hjá nefndum þingsins mikill fjöldi mála sem ætti eftir að afgreiða til annarrar umræðu og þriðju umræðu. Útilokað væri að klára öll þessi mál fyrir þinglok. „Svo þarf maður, virðulegi forseti, að sitja hér í þingsalnum og hlusta á stjórnarliða tala um það að það sé verið að koma í veg fyrir það að mál klárist hér.“

mbl.is

Innlent »

Sakar lögreglu um ómannúðlega meðferð

23:34 „Ég er reið og döpur að horfa upp á svona meðferð á fólki, brot á mannréttindum og meðalhófsreglu. Er það svona sem við viljum koma fram við fólk sem annað hvort er á leið hingað eða kemur hér við á leið sinni að betra lífi eða skjóli?“ Meira »

Mun dansa á meðan fæturnir leyfa

22:26 Nanna Ósk Jónsdóttir er menntaður viðskiptafræðingur og viðurkenndur stjórnarmaður sem hefur brennandi ástríðu fyrir dansi. Hún stofnaði dansskólann DanceCenter Reykjavík sem notið hefur mikilla vinsælda og segir Nanna að mikið forvarnargildi felist í dansi. Meira »

Forsetinn hleypur fyrir PIETA

22:08 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun til stuðnings PIETA Ísland, félags sem hyggst bjóða upp á úrræði fyrir einstaklinga í sjálfsvígshugleiðingum og þá sem stunda sjálfsskaða. Meira »

Spilaði í eigin brúðkaupi

21:59 Brúðgumi ákvað að koma brúður á óvart þegar þau gengu í það heilaga fyrr í mánuðinum en hann frumflutti frumsamið lag, til konu sinnar, í athöfninni. Meira »

„Ég ætla að vera rödd fólksins“

21:45 Kjartan Theodórsson er ekki fyrsti Íslendingurinn til þess að búa í tjaldi eftir að hafa misst húsnæði en hann er örugglega sá fyrsti til að skrásetja líf sitt á götunni á Snapchat og vekja með því athygli á því sem ábótavant sé í húsnæðismálum. Meira »

Fiskidagurinn „litli“ á Mörk

21:29 „Þetta er gert með stuðningi Fiskidagsins mikla á Dalvík, sem haldinn var í blíðviðri um síðustu helgi þar. Við fengum sent efni í fiskisúpu og borgara ásamt blöðrum og fánum til að halda partí,“ segir Gísli Páll Pálsson, forstjóri Markar í Reykjavík. Meira »

„Aldrei verið í betra formi“

20:45 Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason leikur tennisstjörnuna Björn Borg í nýju kvikmyndinni Borg/McEnroe sem segir frá einvígi þeirra kappa árið 1980, en bandaríski leikarinn Shia Labeouf leikur hinn skapstóra McEnroe. Myndin verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Toronto í byrjun september. Meira »

„Ég hleyp fyrir frið“

21:13 „Það skiptir ekki máli hvar þú fæðist. Þó ég hafi fæðst annars staðar í heiminum þá bý ég hér núna og Ísland er heimili mitt,“ segir hinn íranski Majid Zarei sem hefur búið hér á landi í rúmt ár. Majid mun á morgun hlaupa þrjá kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Amnesty International. Meira »

113 nemendur útskrifast á árinu

20:44 Ellefu nemendur útskrifuðust af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis í dag. Alls hafa 113 nemendur útskrifast á árinu og samtals 1.534 nemendur á þeim tíu árum sem boðið hefur verið upp á námið. Meira »

Fengu þrastarunga í fóstur

20:36 Fjölskylda í Grafarholti eignaðist heldur óvenjulegt gæludýr þegar hún fann hjálparvana þrastarunga úti í skógi sem hún tók að sér. Meira »

„Við töpum viku á þessu“

20:27 „Þetta er náttúrulega töluverður viðbótarkostnaður, en við förum nú í það að sjá hvaða svigrúm við höfum og hvort við getum fengið frekari stuðning,“ Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði og einn forsvarsmanna verkefnisins í Surtsey, en borhola verkefnisins féll saman í fyrradag. Meira »

Veggurinn bæti öryggi gangandi og hjólandi

20:13 Veggir sitthvoru megin Miklubrautar við Klambratún eru settir upp til að bæta hljóðvist og umhverfigæði íbúa við Miklubraut og þeirra sem nota útivistarsvæðið á Klambratúni. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar. Meira »

Tekinn á 162 km/klst hraða

19:56 Fjöldi ökumanna var tekinn fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra síðastliðna viku. Þannig voru 152 ökumenn kærðir fyrir þær sakir en sá sem var mest að flýta sér var mældur á 162 km/klst á leiðinni á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Meira »

„Við erum í bullandi góðæri“

19:29 Margt þykir líkt með árunum 2007 og 2017 en það er líka margt sem skilur árin tvö að. Þannig helst neysla Íslendinga betur í hendur við tekjur þeirra, verðbólga er lág, viðskiptajöfnuðurinn jákvæður einkum vegna ferðaþjónustunnar og sé húsnæði tekið út fyrir sviga er almenn verðhjöðnun á Íslandi. Meira »

Auglýsir eftir starfsfólki á Facebook

19:03 Leikskólastjóri á leikskólanum Baug í Kórahverfinu í Kópavoginum hefur brugðið á það ráð að auglýsa eftir starfsfólki í Facebook-hópum vegna manneklu, en illa hefur gengið að fá starfsfólk í vinnu þar, líkt og víða annars staðar. Meira »

Götulokanir á Menningarnótt

19:50 Lokað verður fyrir bílaumferð í miðbænum á Menningarnótt frá klukkan sjö að morgni til klukkan tvö eftir miðnætti þar sem miðborgin verður ein allsherjar göngugata. Þá verður ókeypist í strætó og boðið verður upp á ókeypis strætóskutlur. Meira »

Vann tæpa 5,9 milljarða

19:17 Heppinn lottóspilari er tæplega 5,9 milljörðum króna ríkari eftir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinninginn óskiptan. Vinningsmiðinn var keyptur í Noregi. Meira »

Tvær bifreiðar lentu saman

18:02 Tvær bifreiðar skullu saman á Vesturlandsvegi við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ seinni partinn en miklar tafir hafa orðið á umferðinni um veginn í kjölfarið. Meira »
ÚTSALA Varahlutir TOYOTA RAV 4 2000 TIL 2003
Framleiðandi Toyota Tegund Jeppi Ár 2002 Akstur 189.000 Eldsneyti Bensín ...
Citroen C4 sjálfskiptur og nýskoðaður
Dökkblár Citroen C4. Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð: 250 þúsund. Ársgömul...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...