„Þetta er auðvitað bara leikrit“

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. Morgunblaðið/Ómar

Þingmenn deildu um það á Alþingi í dag hverjum það væri að kenna að ekki gengi hraðar fyrir sig að afgreiða hin ýmsu mál sem lægju fyrir þinginu. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hóf umræðuna og gagnrýndi þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins harðlega fyrir að misnota þingsköp Alþingis og tefja fyrir þingmálum með því að fara í sífellu upp í andsvör við hvora aðra án þess að tilgangur væri með því og það jafnvel í málum sem tiltölulega góð sátt væri um.

„Þetta er auðvitað bara leikrit sem öll þjóðin áttar sig á og sér. Þetta er leikrit sem öll þjóðin áttar sig á og sér og verður til þess að brýn mál komast ekki á dagskrá. Verkefni okkar hér er að gera þjóðinni gagn en ekki að þvælast fyrir og það er það sem við þurfum að láta gerast og virðulegi forseti, með þessu áframhaldi er algerlega ljóst að það verður ekki unnt að standa við áform starfsáætlunar að ljúka hér störfum 15. mars,“ sagði Árni ennfremur.

Brýn mál vegna heimilanna ekki á dagskrá

Sigfús Karlsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins, kom einnig inn á þessa umræðu og sagðist hafa hlakkað til þess að taka þátt í störfum þingsins í þessari viku og gert ráð fyrir að í þeim yrði lögð áhersla á mál sem tækju á brýnustu hagsmunamálum heimilanna og fyrirtækjanna í landinu. Hann hafi þó orðið fyrir vonbrigðum með dagskrá þingsins í gær og í dag enda væru þar engin mál í raun sem tækju á þeim málum. Spurði hann hvað þingið ætlaði að gera á síðustu dögum þingsins í þessum efnum.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, og Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tóku í sama streng og Árni og gagnrýndu þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins harðlega fyrir að stöðva eða tefja fyrir brýnum mál í þinginu líkt og um stjórn fiskveiða og Lánasjóð íslenskra námsmanna. Löng umræða færi fram um brýn mál en minniháttar mál færu í gegn án umræðu.

„Stjórnarandstaðan mun ekki þvælast fyrir þeim“

„Þessi ríkisstjórn ætti að byrja á því núna þegar fimm dagar eru eftir, eða fjórir dagar eru eftir af þinginu að fara yfir listann, skoða hvaða mál eru brýn, aðkallandi og áríðandi fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Tökum þau mál, stjórnarandstaðan mun ekki þvælast fyrir þeim, tökum þau mál og klárum þau,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði hún aukmunarvert að ríkisstjórnin, sem gumaði sig af því að njóta meirihlutastuðnings í þinginu eftir að vantraust á hana var fellt í þinginu í gær, kenndi stjórnarandstöðunni um að hún kæmist ekki með mál í gegnum þingið.

Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir með Ragnheiði og benti á að fjölmörg mál hefðu verið að koma inn í þingið til fyrstu umræðu undanfarna daga sem stjórnarmeirihlutinn hefði lagt mikla áherslu á að yrðu afgreidd og komið til nefnda. Fyrir væru hjá nefndum þingsins mikill fjöldi mála sem ætti eftir að afgreiða til annarrar umræðu og þriðju umræðu. Útilokað væri að klára öll þessi mál fyrir þinglok. „Svo þarf maður, virðulegi forseti, að sitja hér í þingsalnum og hlusta á stjórnarliða tala um það að það sé verið að koma í veg fyrir það að mál klárist hér.“

mbl.is

Innlent »

Tónleikaflóð fram undan

19:50 Lauslega talið á miðasölusíðunum midi.is og tix.is er þegar búið að auglýsa yfir þrjátíu jólatónleika, sem verða á dagskrá frá lokum nóvember og fram að jólum og fjöldi bætist væntanlega við á næstunni. Meira »

Horfurnar bestar á Íslandi

19:47 Hvergi eru horfur í ferðamannaiðnaði betri en á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Global Data, þar sem rýnt er í horfur í ferðamannaiðnaði í 60 þróuðum löndum víðs vegar um heiminn. Meira »

„Ég er ósammála biskupi“

19:28 Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, er ekki sammála ummælum Agnesar M. Sig­urðardótt­ur, bisk­ups Íslands. Agnes sagði í Morgunblaðinu í dag að siðferðislega væri ekki rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að af­hjúpa mál og leiða sann­leik­ann í ljós. Meira »

Unnið að því að losa rútuna

18:47 Vegurinn við vest­ari af­leggj­ar­ann að Detti­fossi er enn lokaður en umferðaróhapp varð þar um miðjan daginn þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygju þar. Meira »

Bærinn tekur við rekstrinum í sumar

18:42 Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri Herjólfs þegar ný ferja verður tekin í gagnið næsta sumar. Samningur þess efnis er á lokametrunum að sögn Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest

18:26 Átta stjórnmálaflokkar fengu framlög upp á 678 milljónir á síðasta ári. Framlögin koma frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum, auk annarra rekstrartekna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest en Flokkur fólksins minnst. Meira »

Mörg sendiherrahjón fyrirmyndir

18:16 Pálmi Gestsson og María Thelma Smáradóttir, leikarar verksins Risaeðlurnar sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, segja að mörg sendiherrahjón séu fyrirmyndirnar að persónum hins grátbroslega gamanleiks eftir Ragnar Bragason. Meira »

Þrengt að umferð á morgun

18:17 Á morgun má búast við töfum á umferð á Hafnarfjarðarvegi. Þá þarf að þrengja að umferð á um 250 metra kafla, Akrahverfismegin í Garðabæ, vegna vinnu við hljóðmön. Það er veggur til að verja íbúabyggð fyrir umferðarhávaða. Meira »

Rætist úr spánni á kjördag

18:00 Útlit er fyrir milt veður á kjördag. Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands má búast við vestlægri eða breytilegri átt á landinu öllu á laugardag og sunnudag. Meira »

Vakan heldur blaðamannafund

17:16 Vakan, félagasamtök um aukna kosningaþátttöku ungs fólks, hefur boðað til blaðamannafundar í Smáralindinni á morgun. Efni fundarins eru tilmæli yfirkjörstjórnar Reykjavíkur norður til Vökunnar, um að það gæti brotið í bága við kosningalög að hvetja fólk til að taka af sér sjálfur á kjörstað. Meira »

Óljóst hvort farið verði gegn RÚV

16:56 Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort Glitnir HoldCo ehf. fari fram á lögbann á fréttaflutning Ríkisútvarpsins af viðskiptum Glitnis. Ingólfur Hauksson segir í samtali við mbl.is að hann geti ekki staðfest eitt eða neitt og að hann vilji ekki tjá sig um fréttaflutning RÚV. Meira »

Fylgi Samfylkingarinnar dalar

16:47 Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests fylgis kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Flokkurinn mælist með 22,9% fylgi. Fast á hæla hans fylgir VG með 19,9% fylgi. Munurinn er innan vikmarka en báðir flokkar mælast með meira fylgi en í síðustu könnun MMR. Meira »

Áfram í haldi vegna peningaþvættis

16:18 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti í febrúar í fyrra. Hæstiréttur staðfesti með dómi sínum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 19. október. Meira »

Rúta náði ekki beygjunni

15:56 Umferðaróhapp varð á Mývatnsöræfum við vestari afleggjarann að Dettifossi þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygjunni. Meira »

BL innkallar Dacia Duster

15:27 BL hefur tilkynnt um innköllun á Dacia Duster-bifreiðum, en ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að flauta hætti að virka vegna spennumismunar. Meira »

„Fólk hefur sýnt okkur mikla ást“

16:07 Þakklæti er efst í huga níg­er­ísku hjónanna Sunday Iserien og Joy Lucky og dótt­ur þeirra Mary sem fengu dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum hér á landi í morgun. Þau hafa dvalið hér á landi í eitt og hálft ár en í september var þeim gert að yfirgefa landið. Meira »

Samið um allt nema laun

15:47 Fjórtán aðildarfélög Bandalags háskólamanna, BHM og Samtaka atvinnulífsins, SA, undirrituðu í dag ótímabundinn kjarasamning sín á milli. Samningurinn byggir á fyrri kjarasamningi þessara aðila, frá árinu 2011, en er sérstakur að því leytinu til að ekki er þar samið um laun. Meira »

Hvað vilja flokkarnir í utanríkismálum?

14:37 Fríverslun, hernaðarbandalög og kjarnorkuvopn. Utanríkismálin eru kannski ekki mest í umræðunni í aðdraganda þingkosninga en engu að síður skiptir staða Íslands á alþjóðavettvangi miklu máli fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hvað vilja flokkarnir sem eru í framboði gera í þessum málum? Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Toyota Corolla 2004
Keyrður um 179 þúsund km. Vetrardekk á felgjum fylgja. 300 þúsund eða tilboð. s...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...