Engin bílasala á meðan bankarnir eru lokaðir

Óseldir bílar í löngum röðum á bílasölum borgarinnar
Óseldir bílar í löngum röðum á bílasölum borgarinnar mbl.is/Ómar

„Það er sjálfsagt að skoða allar ábendingar,“ segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, spurður hvort til greina komi að nefndin skoði þá gagnrýni sem Guðfinnur Halldórsson bílasali setti fram varðandi frumvarp til laga um neytendalán í blaðaauglýsingu sem birtist um helgina.

Þar vekur Guðfinnur athygli á því að ef frumvarpið verður að lögum muni fólk ekki geta keypt bíl á bílasölu eftir lokun banka eða á þeim dögum sem bankar eru lokaðir. Nýtt ákvæði felur í sér að þeir sem ætla að kaupa sér bíl og taka lán fyrir kaupunum sem nemur tveimur milljónum eða meira þurfi að gangast undir greiðslu- og lánshæfismat hjá banka.

Aðspurður hvort þetta atriði hafi sérstaklega verið rætt innan nefndarinnar á sínum tíma segir Helgi svo ekki vera.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert