Herjólfur snýr aftur í Landeyjahöfn

Herjólfur í sinni fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjarhöfn. Siglingar …
Herjólfur í sinni fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjarhöfn. Siglingar hafa gengið brösuglega um höfnina síðan. mbl.is/Rax

Herjólfur siglir á ný til Landeyjahafnar á morgun en höfnin er nú orðin nógu djúp til að það sé hægt. Herjólfur hefur ekki siglt í Landeyjahöfn síðan skipið rakst utan í hafnargarðinn í slæmu veðri í nóvember. Síðan í marsbyrjun hefur verið unnið að því að dýpka höfnina.

Dýpkunarskipin Perla, Sóley og Dísa í eigu Björgunar voru notuð til verksins.

Fjórar ferðir til Landeyjahafnar verða farnar á morgun, samkvæmt vetraráætlun. Starfsfólk Herjólfs bendir farþegum á að þar sem enn er töluvert eftir af marsmánuði sé allra verða von og því mikilvægt að fylgjast vel með tilkynningum á vefsíðu Herjólfs, á facebook eða síðu 415 í textavarpi.

Brottför frá Vestmannaeyjum verður á morgun klukkan 8:00, 11:30, 17:30 og 20:30. Brottför frá Landeyjahöfn verður klukkan 10:00, 13:00, 19:00 og 21:30.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert