„Skrípaleikur“ ríkisstjórnar

mbl.is/Kristinn

„Þetta er orðið sápuópera sem er ekkert lengur fyndin hvernig haldið er á störfum á Alþingi í dag. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta, hvorki þingmönnum né öðrum sem standa hér fyrir utan þinghúsið. Þetta er orðið einn skrípaleikur í boði stjórnarflokkanna.“

Þetta segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins í Morgunblaðinu í dag, en 41 mál er á dagskrá þingfundar sem hefst klukkan 10 í dag. Á meðal mála eru frumvarp Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, um breytingu á breytingarákvæði stjórnarskrárinnar og þingsályktunartillaga um að endurskoðun stjórnarskrárinnar verði lokið 17. júní 2014.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru einhverjar þreifingar á milli manna um þinglok og stjórnarskrármálið í gær en þó engir formlegir fundir. Enn er því ósamið um þinglokin, sem áttu að vera sl. föstudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert