Snjóflóð féll við Flateyri

Snjóflóðið fór yfir veginn við Flateyri á um 30-40 metra …
Snjóflóðið fór yfir veginn við Flateyri á um 30-40 metra kafla. mbl.is/Hilmar Þorbjörnsson

Snjóflóð féll fyrir ofan Flateyri á fimmta tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var flóðið í stærri kantinum og var það um 30 - 40 metra breitt þegar það náði niður á þjóðveginn.

Flóðið féll á snjófljóðavarnargarðinn sem virðist hafa sveigt því frá og beint því austur fyrir bæinn.

Vegagerðin hreinsaði veginn í morgun en ekki verður hægt að ganga í skugga um hvort fleiri flóð hafa fallið fyrr en veður lægir.

Flóðið í nótt kom úr sama gili og mannskæða snjóflóðið sem féll á Flateyri árið 1995.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert