„Dálítið ómaklegt hjá honum“

Auglýsingin sem birtist í Morgunblaðinu í dag.
Auglýsingin sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

„Ég er nú svolítið hissa á þessu. Þetta mál heyrir undir velferðarráðuneytið  en ekki forsætisráðherrann, þannig að mér finnst þetta svona dálítið ómaklegt hjá honum,“ segir Páll Bergþórsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri, um auglýsingu Helga Vilhjálmssonar í Góu sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Í auglýsingunni er birt mynd af grein úr dagblaðinu DV þar sem fjallað var um mál Páls og eiginkonu hans Huldu, en þau fá ekki að búa saman á Hrafnistu. Páll ritaði nokkur orð um auglýsinguna á samskiptavefinn Facebook í dag. „Nú er Helgi nokkur Vilhjálmsson að reyna að nota mál okkar til þess að koma á framfæri skætingi um ríkisstjórnina á fjórum blaðsíðum, bæði í Morgunblaði og Fréttablaði. Ekki þarf að taka fram að um þetta hafði hann ekkert samráð við okkur hjónin.“

Páll segir einnig að þau hjónin hafi staðið í samningum við Hrafnistu til þess að fá að dvelja saman, og horfi vel um lausn málsins í samráði við velferðarráðuneytið og stjórn hjúkrunarheimilisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert