Gegn fátækt

Bjarni Harðarson
Bjarni Harðarson

„Nú á lönguföstu hefur farið fram mjög virk og mikil umræða um stöðu heimilanna í landinu og er það vel. Sitjandi ríkisstjórn hefur þrátt fyrir mörg góð verk brugðist í því verki að endurreisa fjárhag og eignastöðu heimilanna“ segir Bjarni Harðarson bóksali í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir hann endurreisnarverkefni næsta kjörtímabils eru fjölmörg.

Þá segir Bjarni m.a. í grein sinni: „Í framhaldi af aðgerðum í þágu þessa hóps þarf að losa um bönd verðtryggingar, tryggja stöðugleika og létta á landlægu vaxtaokri. Það var miður að ekki var notað tækifærið við gjaldþrot banka og bankakerfið dregið saman í eðlilega stærð miðað við fólksfjölda en hátt verðlag á vöru og þjónustu liggur öðru fremur í offjárfestingu í þjónustu- og verslunargreinum.“

„Skömm okkar er mikil að á sama tíma og við heyrum af stórfelldum kjarabótum hálaunaaðals og sérgæðinga sitja hinir lægstu enn eftir og við tökum því sem gefnu að hér sé stór hópur réttlítilla bónbjargarmanna.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert