Safnað fyrir innanlandsaðstoð

Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.
Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. mbl.is/Styrmir Kári

„Hef aldrei fyrr upplifað jafn mörg erfið mál á jafn stuttum tíma,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar, en svipaður fjöldi sótti um aðstoð seinni hluta 2012 (júlí-desember) eins og sömu mánuði árið áður eða um 2.500. Að baki hverri umsókn eru 2,7 einstaklingar sem þýðir að um 6.750 einstaklingar nutu góðs af bæði árin. En samsetningin hefur breyst og mörg erfið mál hafa brotist upp á yfirborðið.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en nú er páskasöfnun Hjálparstarfsins hafin.

Fjölbreytt starf Hjálparstarfs kirkjunnar felst í mataraðstoð með inneignarkortum í matvöruverslunum, stuðningi við framhaldsskólanemendur, lyfjaaðstoð, fataúthlutun, stuðningi við foreldra vegna skólagagna og fatnaðar á grunnskólabörn, ráðgjöf og stuðningi til endurhæfingar.

Hjálparstarfið hefur að leiðarljósi að rjúfa vítahring fátæktar, hvetja og styrkja fólk til að nýta sér hæfileika sína og getu til virkni í samfélagi sem þarf á framlagi allra að halda. Í þessari vinnu er staða hvers og eins skoðuð og reynt að beina ljósi að rótum vandans. Þá koma oft upp erfiðleikar, misnotkun og kúgun sem fólk hefur orðið fyrir og mótað hefur líf þess og dregið úr krafti, brotið niður sjálfsmynd og jafnvel orðið til þess að fólk gefst upp.

 „Hef aldrei fyrr upplifað jafn mörg erfið mál á jafn stuttum tíma,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi Hjálparstarfsins, í fréttatilkynningu. Svipaður fjöldi sótti um aðstoð seinni hluta 2012 (júlí-desember) eins og sömu mánuði árið áður eða um 2.500 umsóknir. Að baki hverri umsókn eru 2,7 einstaklingar sem þýðir að um 6.750 einstaklingar nutu góðs af bæði árin. En samsetningin hefur breyst og mörg erfið mál hafa brotist upp á yfirborðið. Opnari umræða um kynferðisbrot á þar líklega hlut að máli. Í þessu samhengi er ráðgjafaþátturinn enn mikilvægari en áður. Þess vegna hefur Hjálparstarfið lagt áherslu á gott samstarf við fagaðila sem taka erfiðustu meðferðarmálin, aukna ráðgjöf og sjálfstyrkingar- og valdeflingarnámskeið. Dæmi um námskeið eru Matseld og lífsleikni í góðum hóp, Konur eru konum bestar og saumanámskeið.

 Send er valgreiðsla að upphæð 2.400 krónur í heimabanka landsmanna.

 Einnig er hægt að:

hringja í söfnunarsíma 907 2003 (2.500 kr.)
gefa framlag á framlag.is 
leggja inn á söfnunarreikning: 0334-26-886 kt. 450670-0499.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert