Létust er þeir lentu á jörðinni

Andri Már Þórðarson og Örvar Arnarson
Andri Már Þórðarson og Örvar Arnarson

Þeir Örvar Arnarson og Andri Már Þórðarson, sem létu lífið í fallhlífastökki í Flórída á laugardaginn, létust þegar þeir lentu á jörðinni. Ekkert bendir til annars en að um hafi verið að ræða slys. Þetta er niðurstaða réttarmeinafræðings í Pasco sýslu í Flórída eftir krufningu.

Greint er frá úrskurðinum á fréttavefnum Tampa Bay Online. 

Rannsókn málsins er þó ekki lokið af hálfu lögreglu, samkvæmt fréttinni, sem enn rannsakar orsök slyssins.

Þar segir að aðalfallhlífar þeirra Örvars og Andra Más hafi ekki opnast, báðir hafi verið með varaútbúnað, en hann hafi ekki náð að opnast að fullu. 

„Útbúnaðurinn opnaðist hjá þeim báðum, en það var ekki nægur tími til þess að hann virkjaðist að fullu áður en þeir lentu á jörðinni“ segir T.K. Hayes, eigandi Skydive City, fyrirtækisins sem skipulagði fallhlífastökkin, í samtali við Tampa Bay Online. 

Örvar var með myndavél í hjálmi sínum sem kann að gefa vísbendingar um hvað fór úrskeiðis en upptakan verður ekki gerð opinber fyrr en eftir að rannsókn lýkur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert