Þingfundi frestað enn og aftur

Á Alþingi.
Á Alþingi. Kristinn Ingvarsson

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, frestaði þingfundi sem átti að hefjast klukkan tíu í kvöld til klukkan ellefu. Vildi hún með því gefa forystumönnum flokkanna ráðrúm til að semja um þinglok. Fulltrúar flokkanna verjast fréttum og segja ekkert nýtt hafa gerst í stöðunni.

Þingfundur hófst klukkan 13.30 og var gert hlé á honum rétt fyrir klukkann 15.00.

Hann átti að hefjast klukkan 17.00 en var frestað til klukkan 18.00, þá til klukkan 19.00, svo til klukkan 20.00, þá til klukkan 21.00, svo til 22.00 og loks til klukkan 23.00, eða alls sex sinnum yfir daginn.

Þingfrestun samkvæmt starfsáætlun Alþingis var boðuð föstudaginn 15. mars.

Er alls óljóst hvenær þingstörfum lýkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert