Vandinn hverfur ekki og neysla eykst

Fíkniefnahundurinn Barthez við störf í Umferðarmiðstöðinni.
Fíkniefnahundurinn Barthez við störf í Umferðarmiðstöðinni. mbl.is/Júlíus

Fíkniefnavandinn hverfur ekki með lögleiðingu fíkniefna og líkur eru á að neyslan aukist og færist til fleiri hópa með henni, að sögn Helga Gunnlaugssonar afbrotafræðings.

Vega þurfi og meta kosti og galla banns annars vegar og lögleiðingar hins vegar. Hann telur að Íslendingar ættu að fylgja alþjóðasamfélaginu hvað varðar lagaramma um fíniefnamál. Einn af hverjum þremur föngum á Litla-Hrauni á síðasta ári sat inni vegna fíkniefnabrota.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að níu þingmenn, þar á meðal fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu sem felur meðal annars í sér að refsingar vegna vörslu fíkniefna verði afnumdar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert